- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, maí 10 2021 16:13
-
Skrifað af Sonja
Setjum okkur í spor hvers annars Í samvinnu við Samgöngustofu hefur verið gerð fræðslumynd sem er samstarfsverkefni Samgöngustofu, Landssambands hestamannafélaga og Horses of Iceland. Fræðslumyndinni er ætlað að vekja athygli á eðli og mögulegu viðbragði hestsins sem getur reynst mörgum okkar framandi, óvænt og í einhverjum tilfellum óútreiknanlegt. Við þurfum öll að bera virðingu fyrir hvort öðru, hvort sem við erum á hesti, hjóli, gangandi, hlaupandi, skíðandi eða akandi. Við þurfum að gæta þess að fara ekki inn á sérmerkta stíga fyrir annarskonar umferð og gætum fyllstu varúðar á sameiginlegum stígum eða vegum. Einnig var skrifað undir sáttmála milli hestafólks og fulltrúa annarra vegfarendahópa þann 8. maí í félagsheimili Fáks. Þar taka þessir vegfarendahópar höndum saman um að fræða almenning um það hvernig allir þessir hópar geti deilt saman heilbrigðri og öruggri útiveru.
https://www.lhhestar.is/is/frettir/sattmali-um-umferdaroryggi-a-utivistarsvaedum?fbclid=IwAR1_mm2AGQ1ZBARqgAGFX2EzVQuwO5LwD-78kiFKRt0PogrzhvHDKmRA_G8
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, maí 10 2021 10:02
-
Skrifað af Sonja
Kæru Harðarkonur!
Þá sjáum við loksins fram á með rýmkun á fjöldatakmörkunum að Frúarreiðin okkar árið 2021 verði að veruleika 😊
15. maí næstkomandi munum við ríða frá Sörla í Hafnarfirði og hingað heim í Hörð. Það er 50 kvenna hámark og við ætlum því að láta Harðarfélaga hafa forgang, þið sendið bara línu á Stínu ( Kristín Halldórsdóttir ) ef þið eruð með vinkonu úr öðru félagi sem vill koma með, það verður mögulega pláss þegar við sjáum endanlega fjöldann.
Það er líka 20 ára aldurstakmark, engar undanþágur. Kostnaður er 5000 krónur á hverja konu, leggist inn á 0370-26-010959 kt 010959-5279 sem allra fyrst. Greiðsla er staðfest skráning (setjið nafn í skýringu). Nánara skipulag verður sent út á næstu dögum. Fyrirvarinn er ekki mikill, þó þessi dagsetning hafi verið frátekin, og konur þurfa að koma sínum hestum sjálfar á upphafsstað. Þetta er tveggja hesta ferð. Möguleiki að fá sendan hest á stopp um miðja leið ef einhverjar treysta sér ekki að teyma aukahest. Hver kona þarf að skipuleggja slíkt sjálf. Það verða léttar veitingar á leiðinni en líkast til verður ekki borðað saman og „djammað“ eftir að heim er komið. Smitvarnir og takmarkanir hamla slíku mjög, því miður. Þá er bara að skrá sig og finna flottan varalit! Og hafa grímuna í vasanum 😉
Ferðanefndin
- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, maí 01 2021 17:26
-
Skrifað af Sonja
https://fb.me/e/dqkoBbFHB
Árlegt gæðingamót Harðar verður haldið helgina 8-9. maí og verður það opið öllum!
Skráning verður frá laugardeginum 1.maí til miðvikudaginsins 5 maí. Ef óskað er eftir að skrá eftir þann tíma er skráningargjaldið tvöfalt.
Skráning er í gegnum Sportfeng. Eftirfarandi flokkar eru í boði en skráningargjaldið er 5000kr í fullorðins flokkana og 3500kr í yngri flokkana og skeiðgreinar.
Hvetjum fólk til að skrá sig tímanlega;)
- A-flokkur (gæðingaflokkur 1)
- A-flokkur áhugamenn (gæðingaflokkur 2)
- B-flokkur (gæðingaflokkur 1)
- B-flokkur áhugamenn (gæðingaflokkur 2)
- Barnaflokkur - Unglingaflokkur
- A-flokkur ungmenna
- B-flokkur ungmenna
- Pollar teymdir
- Pollar ríða sjálfir
- Gæðingatölt (Skrá sem T7)
Gæðingatölt – T7-1.flokkur (1. flokkur)
Gæðingatölt – T7-2.flokkur (Áhugamenn)
Gæðingatölt – T7-3.flokkur (21 árs og yngri)
- 100 metra skeið (P2)
Hlökkum til að sjá ykkur! ATH mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður/sameina flokka ef ekki næg skráning næst.