Auglýsum eftir reiðkennurum fyrir veturinn 2021 / 2022
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, ágúst 25 2021 10:28
- Skrifað af Sonja
HESTAMENN ATHUGIÐ!!!
Fjallahjólakeppnin Fellahringurinn verður haldin næstkomandi fimmtudag 26. ágúst og er ræst frá Varmá kl. 19:00. Hjólað er um stíga og slóða umhverfis fellin í Mosfellsbæ. Boðið er upp á tvo hringi, 15 km (litla) og 30 km (stóra). Báðar leiðirnar fara inn á reiðvegi sem verður lokað á meðan keppnin fer fram. Hestamenn eru beðnir að forðast að vera á ferli á þessum vegum þetta kvöld á meðan keppnin stendur.
Nánari upplýsingar og kort af leiðunum er að finna hér: https://hri.is/vidburdur/413
Á nýafstöðnu Íslandsmóti á Hólum í Hjaltadal voru veittir nýjir farandgripir. Hestamannafélagið Hörður gaf gripi fyrir fyrsta sæti í 250 m skeiði fullorðinsflokki ásamt 150 m skeiði í fullorðins - og ungmennaflokki. Óskum við handhöfum verðlaunanna innilega til hamingju með sigur í þessum greinum.