Skráning Mosfellsbæjarmeistarmót
- Nánar
- Skrifað þann Sunnudagur, maí 30 2021 18:00
- Skrifað af Sonja
Árleg kirkjureið í Mosfellskirkju verður næstkomandi sunnudag 30.05.2021.
Lagt af stað úr Naflanum kl 13.00. Guðsþjónusta hefst kl. 14.00 og er prestur Sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson. Meðhjálpari Bryndís Böðvarsdóttir. Félagar úr Karlakór Kjalnesinga syngja undir stjórn Þórðar Sigurðssonar, organista. Kirkjukaffi verður í boði hestamannafélagsins í Harðarbóli að athöfn lokinni. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpumst að og gætum að sóttvörnum. Grímuskylda er í messunni fyrir fullorðna og fjarlægð milli ótengdra aðila skal vera amk 1 metri.
Hin árlega náttúrureið Harðar verður laugardaginn 29. maí 2021
Reiðin hefst í Naflanum kl 13:00 og verður riðið að Arnarhamri á Kjalarnesi eftir gömlu þjóðleiðinni undir Esjurótum. Grillvagninn verður á staðnum með hamborgara, franskar og bernessósu, verð kr. 2,500.-. Drykkir verða seldir á staðnum.
Fararstjóri er Lilla.
Ferðanefndin
Síðasti dagur til að fá afhentan áburð er fimmtudagurinn 20.maí klukkan 18-20. Eftir það verður ekki hægt að sækja áburð sem fylgir beitarhólfum og þeir sem eiga það eftir þurfa að bjarga sér á annan hátt.