- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, febrúar 02 2021 08:09
-
Skrifað af Sonja
Viltu vita hvað þú ert að gefa hestinum þínum ?
Hestamenn sem hafa prófað að senda okkur sýni í heyefnagreiningu gera það aftur og aftur.
Minni greining: Meltanleiki, prótein, tréni og sykur + orkuútreikngur, útreiknað gjöf pr dag og viðmið 5.553.-
Stærri greining: Bætist við stein- og snefilefni 11.176.-
Verð eru með vsk
Viðmið fylgja og útreikningar fyrir heygjöf á dag miðað við þitt hey.
Sýnishorn niðurstöðurblað,http://efnagreining.is/wp-content/uploads/2019/01/P%C3%B6ntun-426-H%C3%BAs-Helganna-ehf-Efnagreining-ehf_-2.pdf
Sendið okkur 100-200 gr. af heysýni í poka og í rauðan poka á sem fæst á pósthúsi.
Efnagreining ehf, Lækjarflóa 10 a 300 Akranesi
Nánari upplýsingar í Beta sími 6612629
- Nánar
-
Skrifað þann Sunnudagur, janúar 31 2021 09:34
-
Skrifað af Sonja
https://fb.me/e/Uuano2P0
Nánari upplýsingar á link hér að ofan.
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 28 2021 10:20
-
Skrifað af Sonja
Fundurinn tókst mjög vel og var vel sóttur. Nýr formaður var kjörinn Margrét Dögg Halldórsdóttir. Nýir stjórnarmenn voru kjörnir Aðalheiður Halldórsdóttir, Jón Geir Sigurbjörnsson og Magnús Ingi Másson. Bjóðum við þau velkomin í stjórn. Úr stjórn gengu Gígja Magnúsdóttir, Haukur Níelsson, Ólafur Finnbogi Haraldsson og Hákon Hákonarson.
Á fundinum lá fyrir tillaga stjórnar að félagsgjöldum fyrir 2021. Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta. Fullt gjald eða 15.000 kr greiða 22ja – 70 ára, börn og unglingar að 18 ára aldri verða gjaldfrjáls, 18 – 22ja ára greiða 50% gjald eða 7.500 kr og 70 ára og eldri greiða 50% eða 7.500 kr.
Nýungin er sú að börn og unglingar eru gjaldfrjáls að 18 ára aldir og að 70 ára og eldri greiða 50% gjald og að innifalið í árgjaldi er aðgangur að myndefni Worldfengs.
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 27 2021 17:27
-
Skrifað af Sonja
Ath vegna Aðalfundar félagsins verður reiðhöllinn lokuð í kvöld kl 1930 og þangað til að fundi er slítið !
Allir eru hvattir til að mæta á (fjar-)fundin, endilega skrá ykkur á fjarfund á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með kt, fullt nafn og emailið og þá fáið þið link sent.