- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, apríl 24 2021 11:04
-
Skrifað af Sonja
Anton Páll verður með námskeið föstudaga 30.apríl og 14. maí næstkomandi. Kennslan fer fram í 45 mín einkatímum báða dagana. Mælst er til þess að nemendur fylgist með kennslu hjá samnemendum sínum. Muna að fara eftir eigin smitvörnum - millibil og spritt :)
Verð fyrir báða daga er 31.000 kr.
Anton Páll Níelsson er menntaður reiðkennari B frá Háskólanum á Hólum.
Hann hefur kennt við Hólaskóla í fjölda mörg ár auk þess að sinna reiðkennslu víða um heim og rækta hross. Anton Páll hefur verið einn af þjálfurum íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem og nokkrum erlendum landsliðum, t.d. því sænska og austurríska. Anton Páll er þekktur fyrir einfalda, hreinskilna, hestvæna og mjög árangursríka nálgun í reiðkennslu sinni.
Skráning fer fram á skraning.sportfengur.com

- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, apríl 23 2021 06:35
-
Skrifað af Sonja
Niðurstöður af 3. Vetrarmótinu Fákafarsmótinu finnið þið hér:
https://www.facebook.com/motanefndhardar
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 20 2021 23:23
-
Skrifað af Sonja
Fyrirhugðum ferðum Félagsreið og Fáksreið er frestað vegna Covid 19, náum vonandi að gera eitthvað skemmtilegt fljótlega. Kveðja Ferðanefnd
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 20 2021 11:20
-
Skrifað af Sonja
Þá er komið að því hreinsa hverfið okkar og reiðgöturnar í nær umhverfinu. Við byrjum við reiðhöllina kl 10.00 næstkomandi fimmtudag, sumardaginn fyrsta.
Allir fá úthlutað svæði til að hreinsa, nóg pláss fyrir alla og fólk hvatt til að taka þátt. Gott er að hafa með malarhrífur séu slíkar tiltækar. Gámur verður staðsettur við reiðhöllina og í hann getum við losað ruslið. Um klukkan 12 verður boðið upp á grill og fínerí við Harðarból, allt í samræmi við gildandi sóttvarnir.
Minnum fólk á að sýna varkárni í samskiptum og nota grímur og spritt eins og þarf og halda fjarlægð. Gæta að sínum persónulegu smitvörnum.
Eins og félagsmenn vita, þá er hreinsunin bæði gagnleg og skemmtileg og mikilvægt að við stöndum öll saman í að gera snyrtilegt í kringum hesthúsin og okkar athafnasvæði.
Mætið endilega tímanlega og þeir sem eiga kerrur mega gjarnan taka þær með.