- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, desember 11 2020 15:39
-
Skrifað af Sonja
Undanþágubeiðni LH um opnun reiðhalla hefur verið samþykkt 😊
https://www.lhhestar.is/is/frettir/notkun-reidhalla-heimil-med-takmorkunum
Að hámarki 8 manns mega vera inni í höllinni hverju sinni í 30 mín með hvern hest.
Knapar skulu gæta skal vel að persónulegum sóttvörnum og spritta hendur og skaft á skítagafli þurfi þeir að nota hann.
Knapar sem sýna minnstu flensueinkenni mega ekki alls ekki koma í höllina.
Sýnum ábyrgð og virðum þessar reglur, annað er brot á sóttvarnarlögum. 😁
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, desember 11 2020 11:53
-
Skrifað af Sonja
Ágætu félagar!
Opið er fyrir umsóknir úr Ferðasjóði íþróttafélaga fyrir keppnisferðir á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót ársins 2021. Frestur til að skila inn umsóknum er til miðnættis mánudaginn 11. janúar 2021.
Umsóknarferlið í ár er með sama hætti og áður en þar sem mótahald á árinu 2020 var afar óhefðbundið vegna afleiðinga Covid-19 þá gæti komið til breytinga á úthlutunum þannig að heildarframlag sjóðsins verði ekki allt til úthlutunar. Allar breytingar skulu unnar í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið og staðfestar af því.
Umsóknir eru sendar í gegnum rafrænt umsóknarsvæði sjóðsins sem má finna með því að smella hér.
Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrki í sjóðinn vegna keppnisferða innanlands á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót ársins 2020. Áætlað er að greiða út styrki úr sjóðnum í febrúar/mars 2021. Við stofnun umsóknar fær umsækjandi senda vefslóð á uppgefið netfang tengiliðar, sem nýtist sem lykill inn á viðkomandi umsókn þar til umsókn er send.
Umsækjendur eru hvattir til að vanda frágang umsókna til að auðvelda og einfalda úrvinnslu þeirra. Listi yfir styrkhæf mót opnast í kerfinu þegar búið er að stofna umsókn.
Ef nánari upplýsinga er þörf, vinsamlegast hafið samband við undirritaða í síma 514 4000 eða í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, desember 10 2020 09:45
-
Skrifað af Sonja
Að okkar mati eru reglurnar ekki nógu skýrar varðandi reiðhallir. LH hefur sótt um undanþágu um opnum reiðhalla og hestamannafélögin á Höfuðborgarsvæðinu sóttu um undanþágu til Heilbrigðismálaráðuneytisins. Öll hafa þau rafstýrðan aðgang og því aðvelt að rekja umferð ef upp kemur smit. Vonandi fáum við svar sem fyrst.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, desember 08 2020 22:09
-
Skrifað af Sonja
Tengslum við Kjör Íþróttakonu og karls Mosfellsbæjar langar þeim að heiðra þjálfara ársins 2020 sem starfar í íþróttafélagi í Mosfellsbæ.
Hugmynd er um einhvern sem hefur verið lausna miðaður og hefur sýnt frumkvæði í þjálfun á tímum covid-19.
Við viljum biðja ykkur að búa til smá texta sem fylgir ykkar útnefningu og mynd. Skila þarf útnefningu fyrir 18.desember á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Vil svo minna ykkur á að skil fyrir kjör íþróttakarls og konu Mosfellsbæjar er 10.desember.