Drög að stundaskrá eftir áramót
- Nánar
- Skrifað þann Sunnudagur, nóvember 01 2020 13:21
- Skrifað af Sonja
mig langar að setja inn smá drög af stundaskrá fyrir Janúar / Febrúar enn þetta er ekki búin að festa þetta alveg.
Auglýstum aðalfundi félagsins hefur verið frestað vegna sóttvarnarreglna. 20 manna fjöldatakmarkanir gilda til 10. nóvember nk. Aðalfundurinn verður auglýstur að þeim tíma liðnum.
Stjórnin
Við ákvörðun um lokun reiðhallarinnar voru tilmæli sóttvarnarlæknis ofmetin. Ekki var ástæða til að loka reiðhöllinni, en gæta skal vel að sóttvörnum.
Reiðhöllinni er því opin, en fjöldatakmörkun við 8 knapa hverju sinni. Það ætti ekki að vera vandamál á þessum árstíma. Á morgnana er FMOS með ½ höllina á leigu fyrir sína nemendur og og hafa því forgang með fjölda. Reiðmaðurinn hefur höllina á leigu einhverjar helgar, en samkvæmt pósti frá þeim í morgun gera þeir 2ja vikna hlé á sínum námskeiðum. Einnig biðjum við félagsmenn að fylgjast vel með því á dagtali reiðhallirnar, hvenær höllinn hefur verið leigð út.
Gætum að öllum snertiflötum, hugum að almannavörnum og beitum almennri skynsemi
Stjórnin
Reiðhöllinni lokað
Tilmæli frá sóttvarnarlækni:
Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu geri hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum.
Reiðhöllin verður því lokuð fyrir hinn almenna félagsmann til mánudagsins 19. október nk. Sama gildir um öll námskeið og einkatíma.
Á morgnana er FMOS með reiðhöllina á leigu og ber því ábyrgð á þeirri notkun. Reiðmaðurinn hefur þegar gert hlé til 19. okt.
Reiðskóli fatlaðra má hafa afnot af anddyri reiðhallarinnar til þess að leggja á, en að öðru leyti fer sú reiðkennsla fram utandyra og þátttakendur ásamt aðstoðarfólki eru ekki fleiri en 15 hverju sinni.
Stjórnin