- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, október 09 2020 15:24
-
Skrifað af Sonja
Sl vor var auglýst nýtt deiliskipulag. Mikil mótmæli bárust frá félagsmönnum og var því hafin vinna við breytingu á því. Nýtt deiliskipulag liggur fyrir og fer í auglýsingu á næstu dögum. Tímaramminn til mótmæla verður 6 vikur. Verði lítil mótmæli, tekur nýja deiliskipulagið gildi.
Í því er gert ráð fyrir 3 nýjum hesthúsalengjum austast í hverfinu. Þær lengjur gætu komið til úthlutunar vorið 2021. Ýmsar aðrar minniháttar breytingar eru fyrirhugaðar s.s. nafnabreytingar á götum. Þannig mun Skólabraut verða Harðarbraut frá hringtorginu og niður í hverfið og félagsheimilið mun standa við Varmárbakka.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, október 07 2020 15:19
-
Skrifað af Sonja
Með höfuðborgarsvæðinu er átt við Reykjavík, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp, Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ og Kópavog. Hertar takmarkanir fela í sér eftirfarandi: Íþróttir og líkamsrækt innandyra óheimil: Líkamsrækt, íþróttastarf og sambærileg starfsemi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu á milli fólks eða mikilli nálægð, eða þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér er óheimil innandyra.
Reiðhöllinni verður ekki lokað, en fjöldatakmörkun við 6 knapa hverju sinni. Það ætti ekki að vera vandamál á þessum árstíma. Á morgnana er FMOS með ½ höllina á leigu fyrir sína nemendur og og hafa því forgang með fjölda. Reiðmaðurinn hefur höllina á leigu einhverjar helgar, en samkvæmt pósti frá þeim í morgun gera þeir 2ja vikna hlé á sínum námskeiðum. Einnig biðjum við félagsmenn að fylgjast vel með dagtal reiðhallirnar á hordur.is varðandi hvenær hálfa höllinn hefur verið leigd út.
Gætum að öllum snertiflötum, hugum að almannavörnum og beitum almennri skynsemi.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, október 07 2020 15:17
-
Skrifað af Sonja
Aðalfundur félagsins verður haldinn miðikudaginn 28. október nk. Fundurinn verður haldinn í Harðarbóli og hefst kl 20.00. Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundatstörf samkvæmt 5. gr félagsins.
Dagskrá aðalfundar skal vera:
- Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara
- Formaður flytur skýrslu stjórnar
- Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mán. Milliuppgjör
- Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins
- Reikningar bornir undir atkvæði
- Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður
- Árgjald ákveðið
- Lagabreytingar
- Kosningar samkvæmt 6. grein þessara laga
- Önnur mál
- Fundarslit
Hömlur á hámarksfjölda á fundi sem þessum gildir til 19. okt. Verði þeim framlengt, áskilur stjórnin sér rétt til frestunar aðalfunds.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, október 02 2020 14:46
-
Skrifað af Sonja