Einkatímapakki með Arnar Bjarki Sigurðarson - Haustnámskeið
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 04 2020 18:12
- Skrifað af Sonja
Landssamband hestamannafélaga kynnti á dögunum nýtt A-landslið fullorðinna og U21.
Eigum við Harðarfélagar knapa í báðum hópum.
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir var valin í A-landsliðið og Benedikt Ólafsson í U21.
Óskum við þeim báðum til hamingju með árangurinn, glæsilegir fánaberar og stolt okkar Harðarmanna.
FMOS hefur undanfarin ár verið með leigusamning um reiðhöll Harðar, ½ höllina fyrir hádegi á virkum dögum. Þar fer fram verklegi hluti Hestabrautarinnar. Kennsla fer fram samkvæmt námsskrá og fellur því undir skólahald. Aðrar hestabrautir s.s. á Suðurlandi, Sauðárkróki og á Hólum fara fram í kennslustofum (reiðhöllum) og kennsla er undaskilin, enda gæta skólarnir sjálfir að og bera ábyrgð á sínum sóttvörnum. Það er munur á skólahaldi samkvæmt námskrá og almennum námskeiðum þar sem félagsmenn þróa og bæta sína reiðmennsku eða æfa og þjálfa fyrir keppni. FMOS mun því hafa afnot af höllinni og bera ábyrgð á sínum sóttvörnum. Að öðru leyti er reiðhöllin lokuð, eins og áður hefur veirð auglýst.
Stjórnin
Samkvæmt tilmælum frá ÍSÍ og sóttvarnaryfirvöldum skulu allar reiðhallir vera lokaðar til 17. nóvember nk.
Stjórnin