- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, september 23 2020 13:46
-
Skrifað af Sonja
"Ég hef unnið við hestamennsku frá 15 ára aldri og hef kynnst litrófi hestamennskunnar, ég hef fengið að fylgja þeirri þróun sem orðið hefur á reiðmennsku og velfreð hrossa. Ég var bóndi austur á héraði vel á annan áratug, ég var tilnefnd bæði sem sýnandi kynbótahrossa 2004 og fékk tilnefningu með ræktunarbú árið 2005, eftir 16 ára ræktunarstarf.
Ég fór í reiðkennaranám árið 2000 ég hef að mestu unnið við kennslu síðan ég fékk reiðkennararéttindin. Ég hef komið að kennslu á flestum stigum hestamennskunnar, fengið að kenna börnum og unglingum, byrjendum og lengra komnum. Ég hef miðlað af reynslunni minn og kennt fólki um allt land og einnig á meginlandinu. Ég hef fylgt stórum hópi keppenda á Landsmót oftar ein einu sinni og náð þar góðum árangri. Ég var kennari á Hólum í Hjaltadal um skeið og fannst mér það mikil upphefð að fá vinnu þar.
Árið 2019 fékk ég tilnefningu frá menntanefnd LH, ég er snortin yfir því að vera valin úr hópi allra þeirra kennara og reiðmanna sem eru hér á Íslandi. Töltgrúppan mín var löggð til grundvallar þegar valið átti sér stað. "
Skráning: skraning.hordur.is
Skráningafrestur, föstudagur 02.10.
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, september 21 2020 16:51
-
Skrifað af Sonja
Á reiðnámskeiðinu verður lögð áhersla á að mýkja, liðka og styrkja reiðhestinn sem leiðir til aukins skilnings og samspils knapa og hests. Frábær undirbúningur fyrir vetrarþjálfunina.
Einstaklingsmiðuð kennsla þar sem nemandi og reiðkennari setja sameiginlegt markmið fyrir námskeiðið.
1x í viku á miðvikudögum kl 18-19 - 5 tímar
Dagsetningar
30.9.
7.10.
14.10.
21.10.
28.10
Skráningafrestur: Laugardagur næstkomandi, 26.9.2020
ATH: Það þarf allavega 6 manns að við getum halda þennan námskeið.
Kennari:
Fríða Hansen er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini og tamið og þjálfað hross á öllum stigum tamningar.
Hún er einnig öflugur keppnisknapi og efnilegur kynbótaknapi. Hún hefur einnig haldið námskeið bæði fyrir börn og fullorðna hérlendis og erlendis með góðum árangri.:
Einnig verður boðið upp á einkatímar með Fríðu sama daga fyrir /eftir þennan námskeið (eftir eftirspurn)
Verð fyrir einkatímar er 30000kr / 5x30min pakki
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, september 21 2020 13:34
-
Skrifað af Sonja
Arnar Bjarki er með Bsc gráðu frá Háskólanum á Hólum í reiðmennsku og reiðkennslu, var þjálfari U21 landsliðs LH og er einnig alþjóðlegur kynbótadómari, auk mikillar reynslu á sviði íþróttakeppna.
Tímar verða milli 19-22 jafnvel eitthvað fyrr ef þetta fyllast.
Skráning: skraning.hordur.is
Skráningafrestur, næstkomandi laugardagur 26.09.
ATH: Það þarf allavega 6 manns að við getum halda þennan námskeið.
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, september 21 2020 13:18
-
Skrifað af Sonja
Alltof margir félagsmenn eiga eftir að greiða félagsgjöldin fyrir 2020. Án félagsgjalda er erfitt að halda úti þjónustu sem allir nota árið um kring eins og viðhaldi sem við tökum sem sjálfsögðum hlut í okkar hestamennsku.
Við biðlum því til félagsmanna sem eiga ógreidd félagsgjöld að greiða félagsgjöldin í heimabankanum.
Árgjaldið fyrir fullorðna er aðeins 12.000 kr. og 7.000 kr. fyrir 17 til 21 árs.
Hvað gerir hestamannafélagið fyrir þig?
- Félagið hefur byggt upp síbatnandi reiðvegakerfi í samstarfi við Mosfellsbæ
- Félagið heldur úti öflugri hagsmunagæslu fyrir sína félagsmenn
- Félagið heldur úti öflugu félagsstarfi fyrir alla aldurshópa
- Félagið rekur reiðskóla fatlaðra, sem hefur vakið mikla athygli og er stolt okkar Harðarmanna
- Félagið þjónustar og viðheldur mannvirkjum félagsins, s.s. reiðhöllina, keppnisvöllinn og Harðarból
Forsendurnar fyrir rekstri félagsins er að þeir sem stunda hestamennsku sína á félagssvæði Harðar séu félagar og greiði félagsgjöld sín til félagsins
Ert þú skuldlaus félagi? Athugaðu í heimabankann og ef þú ert ekki viss, sendu þá póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Stjórnin