Reiðhöll verður lokað næsta laugardag
- Nánar
- Skrifað þann Þriðjudagur, júlí 21 2020 11:24
- Skrifað af Sonja
Lokað eftir kl 18-00^
Lokað eftir kl 18-00^
Handsömun lausahrossa
Af gefnu tilefni er því beint til leigjendur beitarhólfa að gæta vel að girðingar séu samkvæmt reglum félagsins:
Girðingar skulu vera að lágmarki tveggja strengja með tré eða járnstaurum. Æskilegt er að amk annar þeirra sé vírstrengur. Á hornum skulu vera veglegir burðarstaurar með stögum eða stífum á hornum. Girðingarnar skulu vera rafmagnaðar meðan hross eru í þeim og viðvörunarskilti á þeim þar sem vænta má umferðar í kringum þær.
Gæta skal vel að hlið sé traust og í góðu lagi. Samkvæmt gjaldskrá Mosfellsbæjar er heimilt að innheimta 28 þúsund kr handtökugjald fyrir hvert hross. Fyrir nokkru, um miðja nótt, sluppu 7 hross út úr einu hólfinu og tók það rúma 3 tíma að handsama hrossin. Samkvæmt gjaldskrá hefði það kostað viðkomandi 196 þús krónur.
Verum því vel á verði, við berum ábyrgð á okkar hrossum. Öll hross í beitarhólfum á vegum Harðar,n eiga að vera ábyrgðartryggð ef þau valda 3ja aðila tjóni. Eigandinn ábyrgð á hugsanlegu tjóni sem hrossið getur valdið og ef hann er ekki með ábyrgðartryggingu, getur hann þurft að borga tjónið úr eigin vasa.
Nú er loksins búið að merkja kerrustæðin. Leigjendur fá fljótlega rukkun fyrir ársleigu og með rukkuninni við hvaða númer stæðið þeirra er.
Leiðbeiningar: Númerið sé vinstra megin við kerruna, bílstjórinn sjái númerið í vinstri hliðarspegli þegar kerrunni er bakkað í stæðið. NEMA þau stæði sem eru við vegg reiðhallarinnar, þar er númerið fyrir miðju kerrunnar, en litlir hælar sitthvoru megin við afmarkað kerrustæðið. Sama lága leigan eða 6 þús krónur fyrir árið.