Skráningafréstur Gæðingamót 2020
- Nánar
- Skrifað þann Þriðjudagur, júní 09 2020 14:02
- Skrifað af Sonja
Skráningafréstur á Gæðingamót var framlengdur til kl20:00 í kvöld :)
Skráningafréstur á Gæðingamót var framlengdur til kl20:00 í kvöld :)
Heimilt er að sleppa hrossum á beit laugardaginn 13. júní. (frá miðnætti föstudags er kominn nýr dagur)
Hver og einn hugi vel að sínu hólfi, gæti þess að girðingar séu samkvæmt reglum félagsins:
Girðingar skulu vera að lágmarki tveggja strengja með tré eða járnstaurum. Æskilegt er að amk annar þeirra sé vírstrengur. Á hornum skulu vera veglegir burðarstaurar með stögum eða stífum á hornum. Girðingarnar skulu vera rafmagnaðar meðan hross eru í þeim og viðvörunarskilti á þeim þar sem vænta má umferðar í kringum þær. Gaddavírsgirðingar eru stranglega bannaðar.
Eindagi beitargjalds er 10. júní, vinsamlega greiðið fyrir eindaga.
Það mættu um 50 manns í kirkjureiðina undir dyggri fararstjórn Lillu. Um 70 manns mættu í kirkjukaffið í Harðarbóli þar sem borð svignuðu undan kræsingum. Þar báru hæst brauðterturnar sem Kata smurði og skreytti af sinni alkunnu snilld.
Félagið þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn, þið stóðuð ykkur með miklum sóma. Án ykkar væri félagið fátækara.
Stjórnin
Minnum á Kirkjureiðina í Mosfellskirkju nk sunnudag. Lagt af stað úr Naflanum kl 13.00. Karlakór Kjalnesinga syngur og Jóhannes grínari verður með ávarpið. Kirkjukaffi í Harðarbóli að athöfn lokinni. Brauðtertur, vöfflur, kleinur og heitt súkkulaði.