Tilkynning frá Veitum - Framkvæmdir meðfram reiðstígnum við Leirvogstungu
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, júní 28 2021 15:09
- Skrifað af Sonja
"Tilkynning frá Veitum - Framkvæmdir meðfram reiðstígnum við Leirvogstungu. Í dag, mánudaginn 28 júní erum við hjá Veitum að hefja verkefni með Mílu og Nova við gröft á lagnaskurði vegna nýrrar heimtaugar í fjarskiptamastur sem á að fara reisa. Vinnusvæðið er meðfram reiðstígnum við Leirvogstungu. Þetta tekur nokkra daga, gerum ráð fyrir að byrja í dag, mánudag og vera búin í næstu viku. Þetta felur í sér umferð vinnuvéla og einnig gæti verið eitthvað af tækjum og tólum á reiðstígnum. Við leggjum okkur fram við að valda sem minnstu raski og hægt er. Kær kveðja, starfsfólk Veitna"
https://www.facebook.com/sveitarfelagid.mosfellsbaer/posts/4092371307514780