Ath Hjólakeppni 26.8.

HESTAMENN ATHUGIÐ!!!

Fjallahjólakeppnin Fellahringurinn verður haldin næstkomandi fimmtudag 26. ágúst og er ræst frá Varmá kl. 19:00. Hjólað er um stíga og slóða umhverfis fellin í Mosfellsbæ. Boðið er upp á tvo hringi, 15 km (litla) og 30 km (stóra). Báðar leiðirnar fara inn á reiðvegi sem verður lokað á meðan keppnin fer fram.  Hestamenn eru beðnir að forðast að vera á ferli á þessum vegum þetta kvöld á meðan keppnin stendur.

 

Nánari upplýsingar og kort af leiðunum er að finna hér: https://hri.is/vidburdur/413