Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ hefur um langt árabil haldið uppi öflugu æskulýðsstarfi svo eftir hefur verið tekið og fékk félagið m.a. Æskulýðsbikarinn sem veittur var af Landssambandi hestamannafélaga til Harðar haustið 2011. Þessi vetur mun ekki verða undantekning þar á og hefur nú verið sett upp úrval af námskeiðum fyrir yngri kynslóðina. Er það allt frá námskeiðum fyrir yngstu byrjendurna upp í Knapamerkjanámskeiðin sem veita djúpa og yfirgripsmikla þekkingu á hestum og starfi í kringum þá. Æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ er nú að fara af stað með eftirtalin námskeið: