Námskeið fræðslunefndar 2026
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 08 2014 17:58
- Skrifað af Super User
TAKMARKAÐ PLÁSS Á FLEST NÁMSKEIÐ!
Skráning inn á
https://www.abler.io/shop/hfhordur
Knapamerki 1 er fyrsta stigið þar sem knapi á í lok námskeiðs að hafa náð valdi á eftirfarandi atriðum:
- Að undirbúa hest rétt fyrir reið
- Geti teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti
- Geti farið á og af baki beggja megin
- Kunni rétt taumhald og að stytta rétt í taumi
- Geti setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki
- Geti framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara
- Geti skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi ásetu)
- Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum
Námskeiðið er tíu skipti, kennt á mánudögum í Blíðubakkahöll og hefst 12.janúar.
Verð fullorðnir: 35.500kr
Verð yngri flokkar (til og með 21 árs): 18.500kr
Kennari: Sonja Noack
Janúar: 12./ 19./ 26.
Febrúar: 2./ 9./ 16./ 23.
Mars: 2./ 9./ 16./ 23. (Próf)
Á öðru stigi knapamerkjanna á nemandi í lok námskeiðsins að hafa náð valdi á eftirfarandi atriðum:
- Geta látið hestinn kyssa ístöð á baki og við hönd, til beggja hliða
- Riðið einfaldar gangskiptingar
- Riðið helstu reiðleiðir á reiðvelli
- Geta riðið í hlutlausri lóðréttri ásetu, hálfléttri og stígandi ásetu
- Hafa gott jafnvægi á baki hestsins og nota rétt taumhald
- Látið hestinn stoppa, standa kyrran og ganga aftur af stað
- Geta riðið á slökum taum
- Sýna það í reiðmennsku og umgengni við hestinn að hann hafi tileinkað sér rétt viðhorf til hans
- Geta riðið hesti á víðavangi, haft góða stjórn og gætt fyllsta öryggis
Námskeiðið er tólf skipti, kennt á fimmtudögum og hefst 8.janúar. Öll kennsla fer fram í stóru höllinni.
Verð fullorðnir: 40.000kr
Verð yngri flokkar: 22.000kr
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Janúar: 8./ 15./ 22./ 29./
Febrúar: 5./ 12./ 19./ 26./
Mars: 5./ 12./ 19./ 26.
Apríl: 2. (Próf?)
Skráning á flest námskeið fara fram í gegnum Sportabler
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur
Töltnámskeið með Ingunni Birnu!
Hið sívinsæla töltnámskeið með Ingunni Birnu verður á sínum stað! Frábært fyrir knapa sem vilja aðstoð með að þjálfa sinn hest á uppbyggilegan hátt með áherslu á tölt! Námskeiðið er í formi hópatíma og verður kennt á föstudögum. Námskeiðið verður ekki í hverri viku sem gefur nemendum góðan tíma til að æfa sig heima á milli tíma! Kennt verður á föstudögum og námskeiðið hefst 16.janúar. Námskeiðið er ætlað knöpum 21 árs og eldri.
Skráning er hafin inn á abler.io/shop/hfhordur og lýkur 11.janúar!
Kennari: Ingunn Birna Ingólfsdóttir
Janúar: 16. / 23.
Febrúar: 13. / 20.
Mars: 27.
Apríl: 10.
Verð: 24.000
Bland í poka er nýtt námskeið sem hefur göngu sína í vetur! Námskeið fyrir alla sem vilja kynnast fjölbreyttum hliðum hestamennskunnar! Hér fá nemendur tækifæri til að vinna með alls konar reiðkennurum og mismunandi þema er eftir vikum! Til hvers að einblína á eitthvað eitt þegar hægt er að prófa fleira?
Meðal þess sem farið verður yfir er vinna við hendi, sætisæfingar, grunnþjálfun gangtegunda, liberty þjálfun, þjálfun fyrir keppni, vinna með brokkspírur og fleira spennandi! Kennt er í 45 mínútur í senn og eru 3-4 saman í hóp.
Námskeiðið er 15 skipti og hefst: 13.janúar. Öll kennsla fer fram í stóru höllinni.
Kennarar eru:
Ingunn Birna Ingólfsdóttir
Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Fredrica Fagerlund
Sonja Noack
Thelma Rut Davíðsdóttir
Verð fullorðnir: 55.000
Verð 21 árs og yngri: 25.000
Skráning inn á abler.io/shop/hfhordur
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Janúar: 8./ 15./ 22./ 29./
Febrúar: 5./ 12./ 19./ 26./
Mars: 5./ 12./ 19./ 26.
Apríl: 2. (Próf?)


