• image1
  • image001
  • YG8A2829
  • 2K3P2468
  • YG8A5161
  • 2K3P1959
  • 2K3P1031
  • YG8A9345
  • 1150x250-2
  • 1150x250-1

Námskeið fræðslunefndar 2026

Námskeið fræðslunefndar 2026

Öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og tímasetningu og jafnframt með fyrirvara um innsláttarvillur í auglýsingatexta.

TAKMARKAÐ PLÁSS Á FLEST NÁMSKEIÐ!

 

Samantekt og lýsing 

 

 

Skráning inn á
https://www.abler.io/shop/hfhordur

 

Knapamerki 1

Knapamerki 1 er fyrsta stigið þar sem knapi á í lok námskeiðs að hafa náð valdi á eftirfarandi atriðum:

  • Að undirbúa hest rétt fyrir reið
  • Geti teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti
  • Geti farið á og af baki beggja megin
  • Kunni rétt taumhald og að stytta rétt í taumi
  • Geti setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki
  • Geti framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara
  • Geti skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi ásetu)
  • Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum

Námskeiðið er tíu skipti, kennt á mánudögum í Blíðubakkahöll og hefst 12.janúar.

Verð fullorðnir: 35.500kr

Verð yngri flokkar (til og með 21 árs): 18.500kr

Kennari: Sonja Noack

Janúar: 12./ 19./ 26.

Febrúar: 2./ 9./ 16./ 23.

Mars: 2./ 9./ 16./ 23. (Próf)

 

Knapamerki 2

Á öðru stigi knapamerkjanna á nemandi í lok námskeiðsins að hafa náð valdi á eftirfarandi atriðum:

  • Geta látið hestinn kyssa ístöð á baki og við hönd, til beggja hliða
  • Riðið einfaldar gangskiptingar
  • Riðið helstu reiðleiðir á reiðvelli
  • Geta riðið í hlutlausri lóðréttri ásetu, hálfléttri og stígandi ásetu
  • Hafa gott jafnvægi á baki hestsins og nota rétt taumhald
  • Látið hestinn stoppa, standa kyrran og ganga aftur af stað
  • Geta riðið á slökum taum
  • Sýna það í reiðmennsku og umgengni við hestinn að hann hafi tileinkað sér rétt viðhorf til hans
  • Geta riðið hesti á víðavangi, haft góða stjórn og gætt fyllsta öryggis

Námskeiðið er tólf skipti, kennt á fimmtudögum og hefst 8.janúar. Öll kennsla fer fram í stóru höllinni.

Verð fullorðnir: 40.000kr

Verð yngri flokkar: 22.000kr

Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir

Janúar: 8./ 15./ 22./ 29./

Febrúar: 5./ 12./ 19./ 26./

Mars: 5./ 12./ 19./ 26.

Apríl: 2. (Próf?)

Skráning á flest námskeið fara fram í  gegnum Sportabler

https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

 

 

Töltnámskeið með Ingunni Birnu!

Hið sívinsæla töltnámskeið með Ingunni Birnu verður á sínum stað! Frábært fyrir knapa sem vilja aðstoð með að þjálfa sinn hest á uppbyggilegan hátt með áherslu á tölt! Námskeiðið er í formi hópatíma og verður kennt á föstudögum. Námskeiðið verður ekki í hverri viku sem gefur nemendum góðan tíma til að æfa sig heima á milli tíma! Kennt verður á föstudögum og námskeiðið hefst 16.janúar. Námskeiðið er ætlað knöpum 21 árs og eldri.

Skráning er hafin inn á abler.io/shop/hfhordur og lýkur 11.janúar!

Kennari: Ingunn Birna Ingólfsdóttir

Janúar: 16. / 23.

Febrúar: 13. / 20.

Mars: 27.

Apríl: 10.

Verð: 24.000

 

 

Bland í poka

Bland í poka er nýtt námskeið sem hefur göngu sína í vetur! Námskeið fyrir alla sem vilja kynnast fjölbreyttum hliðum hestamennskunnar! Hér fá nemendur tækifæri til að vinna með alls konar reiðkennurum og mismunandi þema er eftir vikum! Til hvers að einblína á eitthvað eitt þegar hægt er að prófa fleira?

Meðal þess sem farið verður yfir er vinna við hendi, sætisæfingar, grunnþjálfun gangtegunda, liberty þjálfun, þjálfun fyrir keppni, vinna með brokkspírur og fleira spennandi! Kennt er í 45 mínútur í senn og eru 3-4 saman í hóp.

Námskeiðið er 15 skipti og hefst: 13.janúar. Öll kennsla fer fram í stóru höllinni.

Kennarar eru:

Ingunn Birna Ingólfsdóttir

Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Fredrica Fagerlund

Sonja Noack

Thelma Rut Davíðsdóttir

Verð fullorðnir: 55.000

Verð 21 árs og yngri: 25.000

Skráning inn á abler.io/shop/hfhordur

Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir

Janúar: 8./ 15./ 22./ 29./

Febrúar: 5./ 12./ 19./ 26./

Mars: 5./ 12./ 19./ 26.

Apríl: 2. (Próf?)

Reiðnámskeið fyrir börn og ungmenni með fötlun

Fyrir hverja er námskeiðið:
Öll börn og ungmenni sem eiga við einhvers konar fötlun eða skerta getu að stríða vegna sjúkdóma eða af öðrum ástæðum og sem hafa áhuga á að umgangast hesta eða vilja kynnast hestamennsku.

Markmið námskeiðsins:

  • Eiga frábæra stund saman í skemmtilegur umhverfi
  • Geti umgengist hesta af öryggi og óttaleysi
  • Að kynnast hestinum og læra undirstöðuatriði í umhirðu hestsins.
  • Lært undirstöðuatriði í reiðmennsku eftir getu hvers og eins
  • Auka sjálfstæði og færni í samskiptum við hesta
  • Að bæta líkamsvitund
  • Að auka samhæfingu handa, fóta og skynfæra.
  • Styrkja leiðtogahlutverk í samskiptum við hestinn.

Lagt er áhersla á fjölbreytni og að allir nemendur fái sem mest út úr námskeiðinu eftir þörfum hvers og eins.
Kennslan er í höndum reyndra leiðbeinanda með margra ára reynslu í reiðkennslu fatlaðra, sjúkraþjálfari verður til taks sem og aðrir aðstoðarmenn eftir þörfum.

Það sem er innifalið í námskeiðsgjaldi:

  • Öll kennsla og kennslugögn
  • Lagðir eru til hestar fyrir hvern og einn sem og allur útbúnaður til reiðar þar á meðal sérsmíðaðir hnakkar og annar útbúnaður eftir þörfum.
  • Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal í lok námskeiðs.


Námskeiðsgjald er 18.000 kr.

 

Námskeið 1 : 19. september - 17. október

Mánudagar kl. 14:45 - 15:45. 5 skipti í senn

19. sept, 26. sept, 3.okt, 10.okt, 17.okt.

Skrá sig á þetta námskeið

 

Námskeið 2 : 23. september - 21. október

Föstudagar kl. 14:45 15:45. 5 skipti í senn

23.sept,30.sept,7.okt,14.okt,21.okt. 

Skrá sig á þetta námskeið

 

Námskeið 3 : 24.október - 21. nóvember

Mánudagar kl. 14:45 - 15:45 . 5 skipti í senn

24.okt,31.okt,7.nóv,14.nóv,21.nóv

Skrá sig á þetta námskeið

 

Námskeið 4 : 28.október - 25.nóvember

Föstudagar kl. 14:45 - 15:45. 5 skipti í senn

28.okt,4.nóv,11.nóv,18.nóv,25.nóv.

Skrá sig á þetta námskeið

Frekari upplýsingar og skráning er hjá Auði G. Sigurðardóttur

 

s: 8997299/8986017

 

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

 

Umsjónarmaður námskeiðsins er Súsanna Ólafsdóttir, reiðkennari.

Skráðu þig á póstlistann okkar

* indicates required

Intuit Mailchimp

FF85x55

HnappurGREEN1

verslunartaekni

Næstu viðburðir

Engir viðburðir

Innskráning