• image1
  • image001
  • YG8A2829
  • 2K3P2468
  • YG8A5161
  • 2K3P1959
  • 2K3P1031
  • YG8A9345
  • 1150x250-2
  • 1150x250-1

Reglur um notkun og útleigu hestakerrustæða hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ

Reglur um notkun og útleigu hestakerrustæða hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ.

 

  1. Tilgangur

Kerrustæðin er eingöngu ætluð fyrir hestakerrur og tengd ökutæk, hér eftir nefnt einu nafni hestakerruri. Stæðin eru númeruð og hefur hver leigutaki aðgang að sínu merkta stæði á meðan leiga er í gildi samkvæmt samningi þar um.

 

  1. Leigutakar og skilmálar

Kerrustæðin eru aðeins til útleigu fyrir skuldlausa félagsmenn í hestamannafélaginu Herði. Hver félagsmaður getur leigt eitt stæði undir hestakerru.

Kerrustæði fylgir ekki hesthúsi og ekki er hægt að framleigja kerrustæði þegar hesthús er selt eða við aðrar aðstæður.  Útleiga stæða er ávallt í höndum hestamannafélagsins.

Stæði skal skilað til félagsins og það tilkynnt félaginu ef leigu er hætt, leigusamningur fellur þá úr gildi.

Ekki er heimilt að veita þriðja aðila aðgang að leigðu kerrustæði.

 

3. Leigutími og greiðslur

Leigutími kerrustæðis er eitt ár í senn samkvæmt samningi.

Leigugjald er endurskoðað árlega af stjórn félagsins og birt á heimasíðu og öðrum miðlum sem félagið notar.

Samningur telst undirritaður með staðfestingu í tölvupósti.

 

  1. Notkun og umhirða

Hestakerrur skulu vera í góðu ástandi og ekki valda hættu fyrir aðra notendur stæðanna.

Félagsmenn skulu ganga frá stæðunum og halda þeim snyrtilegum, ekki henda neins konar rusli á svæðinu.

Óheimilt er að vera með óskráðar kerrur í stæðunum..

 

  1. Ábyrgð leigutaka

Leigutaki ber fulla ábyrgð á sinni hestakerru sem staðsett er á kerrustæði Harðar.

 

  1. Viðbrögð við brotum á reglum um kerrustæði

Brot á þessum reglum geta leitt til viðvörunar og/eða að leigusamningi verði rift.

 

  1. Útgáfa og breytingar á reglum

Stjórn félagsins áskilur sér rétt til að gera breytingar á þessum reglum ef þörf krefur.  Allar breytingar verða auglýstar á miðlum félagsins.

 

Mosfellsbæ 15.02.2025

Stjórn Harðar

 

 

 

 

Bókanir reiðhallar

Hægt er að  panta hálfa reiðhöllina fyrir kl 14 á virkum degi, fyrir kl 9 um helgar eða eftir kl 18 um helgar.
Bóka í gegnum This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með allavega 24 klst fyrirvara.
Verð er í gjaldskrá.
Annars bendum við á Blíðubakkahúsinu til að leigja reiðhöll undir einkatíma.

Umferðarreglur og umgengni í reiðhöll Harðar

Af gefnu tilefni skal það áréttað að það gilda ákveðnar umgengnis og umferðarreglur í reiðhöll Harðar. Fólk er hvatt til að kynna sér þær og fara eindregið eftir þeim.

Í reiðhöll og reiðgerði Harðar

1.    Látið vita áður en teymt er inn á völlinn. Farið á bak og af baki inn á miðjum velli en ekki á reiðleiðum í útjaðri vallar.

2.    Fetgangur skal riðinn á innri sporaslóð þegar aðrir knapar ríða á hraðari gangtegund á ytri sporaslóð. Þeir sem ríða hægari gangtegund skulu ávallt víkja fyrir þeim er hraðar fara.

3.    Tvær hestlengdir skulu ávallt milli hesta. Ekki má ríða hlið við hlið eða hafa tvo hesta til reiðar.

4.    Hægri umferð gildir þegar knapar mætast úr gagnstæðri átt ef riðinn er sami hraði. Undantekning frá því er ef annar knapi ríður hraðar skal honum eftirlátin ytri sporaslóð.

5.    Knapi sem ríður bauga, á hringnum, eða aðrar reiðleiðir inni á velli veitir þeim forgang sem ríða allan völlinn á sporaslóð

6.    Ekki má stöðva hestinn á ystu sporaslóð. Ef stöðva þarf er best að gera slíkt inni á miðjum velli nema um annað sé samkomulag þeirra í milli er stunda æfingar á vellinum hverju sinni.

7.    Hringtaumsvinna fer enganveginn saman við þjálfun í reið og skal víkja nema um annað sé sérstaklega samið.

8.    Forðast skal að ríða þvert í veg fyrir aðra knapa.

9.    Fylgja ber hefðbundnum reiðleiðum á vellinum.

10.  Ekki má hafa lausa hesta á vellinum meðan á reiðþjálfun stendur né binda hesta þar.

11.  Knapar skulu sýna kurteisi og tillitssemi og forðast óróa eða hávaða.

12.  Öll þjálfun á völlum sem félagið leggur félagsmönnum til er á eigin ábyrgð

13. Það er bannað að lána lykillinn sinn áfram - lykill verður lokaður ef það er gert.

13 ára og yngri fá frítt í höllina, en þurfa að vera í fylgd forráðamanns.

Félagsmaður sem vill leigja reiðhöllina undir kennslu, þarf að panta á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. helst með 24 tíma fyrirvara, hægt að leigja undir einkatíma á virkum dögum milli 8-14.  Kennari sem fagaðili, ber að ganga úr skugga um að félagsmaður sé búinn að panta reiðhöllina.  Kennara er ekki heimilt að kenna í höllinni nema að annaðhvort kennarinn eða nemandinn hafi pantað reiðhöllina og gengið frá greiðslu. Við bendum á að nota helst Blíðubakkahöllinn undir einkakennslu.

Nokkrar kvartanir hafa borist félaginu vegna hringteymingar í reiðhöllinni.  Hringteymingar eru ekki leyfðar nema sérstaklega sé samið við aðra notendur reiðhallarinnar.  Á svæðinu eru 3 hringgerði sem hægt er að nota undir slíka þjálfun.

Skráðu þig á póstlistann okkar

* indicates required

Intuit Mailchimp

FF85x55

HnappurGREEN1

verslunartaekni

Næstu viðburðir

Engir viðburðir

Innskráning