- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, nóvember 30 2018 14:52
-
Skrifað af Super User
Árgjald:
22ja – 69 ára 15.000 kr.
18 – 21 ára 7.500 kr.
17 ára og yngri eru gjaldfrí.
70 ára og eldri 7.500 kr.
Reiðhöll - fyrir skuldlausa félaga:
Lykill - Heill dagur 15.000 kr á mánuði / 65.000 kr árið.
Lykillinn er opinn frá kl. 8 - 23.
Lykill 2 - Hálfur dagur 3.500 kr á mánuði / 15.000 kr árið.
Lykillinn er opinn frá kl. 8 – 16 eða frá kl 14 - 23.
13 ára og yngri fá frítt í höllina, en þurfa að vera í fylgd forráðamanns.
Unglingar og ungmenni 14 – 20 ára fá 50% afslátt.
70 ára og eldri fá 50% afslátt.
ATH: Þegar pantaður er lykill fyrir 2026 og verður sendur út greiðsluseðill.
Gildistími lyklanna er til ársloka 2026.
Bara skuldlausir félagar geta keypt sér aðgang að reiðhöllinni.
Það verður lokað á ógreidda lykla.
Við minnum alla á að hver lykill gildir eingöngu fyrir þann sem skráður er fyrir lyklinum.
Bannað er að lána lykilinn.
Lyklar verða eftir bestu getu opnaðir innan 48 klst eftir að búið er að panta.
Týndur lykill: 1500 kr.
Útleiga - fyrir skuldlausa félaga - takmarkað aðgengi (fyrior kl 14) - við bendum á Blíðubakkahöllinni fyrir einkatíma:
1 klst. ½ höllin 3.900 kr. fyrir félagsmenn í Herði v/reiðkennslu
3/4klst. ½ höllin 3.200 kr. fyrir félagsmenn í Herði v/reiðkennslu
1/2 klst. 1/2 höllin 2.500 fyrir félagsmenn í Herði v/reiðkennslu
Unglingar og ungmenni 14 – 20 ára fá 50% afslátt - nýtt
Hægt er að panta hálfa reiðhöllina fyrir kl 14 á virkum degi, fyrir kl 9 um helgar eða eftir kl 18 um helgar.
Bóka þarf reiðhöllina fyrirfram, greiða og koma með kvittun til starfsmanns Harðar
Reglur við leigu á reiðhöll
Félagsmaður sem vill leigja reiðhöllina undir kennslu, þarf að panta á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. helst með 24 tíma fyrirvara. Kennari sem fagaðili, ber að ganga úr skugga um að félagsmaður sé búinn að panta reiðhöllina. Kennara er ekki heimilt að kenna í höllinni nema að annaðhvort kennarinn eða nemandinn hafi pantað reiðhöllina og gengið frá greiðslu.
Ef félagsmaður eða reiðkennari eru uppvís að kennslu án þess að hafa gengið frá pöntun og/eða greitt fyrir leigu, áskilur félagið sér rétt til að loka reiðlyklum og senda inn greiðsluseðil með 50% sektarálagi.
Reiðhöllin er sameign okkar Harðarmanna og til þess að geta viðhaldið henni, þurfum við leigutekjur. Að greidd sé sanngjörn leiga, er hagur okkar allra.
Kerrustæði - - fyrir skuldlausa félaga:
6.000 kr árgjald
Samþykkt á stjórnarfundi í Hestamannafélaginu Herði 29. nóvember 2018
Gjaldskrá 2025:
Á aðalfundi félagsins 2024 var ákveðið að hafa gjaldskrá óbreytta frá fyrra ári.
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, október 26 2018 07:56
-
Skrifað af Super User
Handbók Harðar 2022
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, október 25 2018 20:02
-
Skrifað af Super User
Úthlutun beitarhólfa, reglur:
Umsóknir og úthlutun
Allir skuldlausir félagsmenn Hestamannafélagsins Harðar sem sækja um beit hafa rétt á beitarhólfi meðan einhver slík eru laus. Umsækjandi skal vera með hesta á félagssvæði Harðar á ársgrundvelli. Þetta skilyrði tók gildi vorið 2019. Við útfyllingu umsóknar um beitarhólf verði sérstaklega spurt um hvar umsækjandi haldi sína hesta á húsi.
Beitartíminn er almennt frá 10. júní til 10. september en heimilt er í samráði við fulltrúa Mosfellsbæjar að víkja frá þessum dagsetningum á báða bóga gefi aðstæður tilefni til þess. Breytingar verða auglýstar á heimasíðu og öðrum miðlum Harðar.
Allir sem hafa áður hlotið hólf og ekki brotið reglur um umgengni, fá úthlutað sama hólfi og árið áður að því gefnu að það sé enn í nýtingu. Við úthlutun til nýrra umsækjenda skal tekið tillit til þess hvort umsækjandi hafi sótt um áður en ekki fengið. Þeir sem oftast hafa sótt um án þess að fá úthlutað hólfi skulu vera í forgangi losni hólf eða ný svæði komi til úthlutunar. Við úthlutun nýrra beitarhólfa, skulu greiðendur opinberra gjalda í Mosfellsbæ að jafnaði hafa forgang. Missi aðili hólf vegna utanaðkomandi aðstæðna (hólf tekin undir framkvæmdir osfrv), skal leitast við að finna sambærilegt hólf eins og frekast er unnt án þess að ganga að öðrum og skerða. Félaginu ber þó ekki skylda til eða getur ábyrgst að unnt sé að búa svo um.
Stjórn Harðar ákveður hvort draga skuli um hólf þegar umsækjendur eru fleiri en laus hólf eru til nýrrar úthlutunar. Þeir sem hafa hlotið hólf til beitar skulu að öllu jöfnu fá hólfið að ári sé það áfram boðið til afnota af hálfu Mosfellsbæjar. Frávik frá því geta verið ítrekuð brot á reglum um notkun og meðferð hólfsins. Á það skal bent að Mosfellsbær úthlutar hólfunum aðeins til eins árs í senn og því getur félagið að sama skapi aðeins úthlutað hólfunum til eins árs í senn.
Leitast er við að veita sem flestum aðilum tækifæri á að fá beitarhólf. Það getur þýtt að samnýta þurfi einstaka hólf af fjölskyldum, vinum eða þeim sem eru saman með hesthús. Jafnvel að óttengdir aðilar nýti saman hólf. Það er markmið með útleigu hólfanna að sem flestir félagsmenn geti notið þess að hafa einhver hross á svæðinu í einhvern tíma yfir sumarið, ekki að skaffa beit fyrir öll hross einstakra aðila allt sumarið. Fólk verður að gera ráðstafanir með slíkt á öðrum vetttvangi.
Stranglega er bannað að endurleigja, endurúthluta eða lána hólf til annarra aðila (sbr. samningur milli Mosfellsbæjar og Harðar) og gildir þar einu hvort viðkomandi er félagsmaður í Herði eða ekki. Sjái beitarþegi fram á af einhverjum ástæðum, að hann geti ekki eða þurfi ekki umrætt hólf það árið, skal hann láta félagið vita. Verður hólfinu þá endurúthlutað til bráðabirgða það árið. Beitarþegar hafa ekki heimild til að endurúthluta því hólfi sem þeir fengu til umráða en munu ekki nýta.
Ekki er ætlast til að í beitarhólfum Mosfellsbæjar séu folöld eða ótamin tryppi, heldur séu þau ætluð fyrir tamin reiðhross sem einfalt er að meðhöndla komi til þess að þau sleppi út til dæmis. Standi sérstaklega á skal sótt um heimild félagsins hjá framkvæmdastjóra til að geyma hryssur með folöldum eða tryppi til skamms tíma í hólfunum. Algerlega óheimilt er að halda stóðhesta í hólfunum.
Beitarþegum ber undantekningarlaust að sjá um viðhald girðinga á eigin kostnað. Þeir sem fá nýtt svæði til beitar þurfa sjálfir að sjá um að girða svæðið á eigin kostnað enda reiknist það þá sem gjald fyrir leigu viðkomandi hólfs í 2 -3 sumur nema um annað sé samið. Nýjar girðingar fyrnast og ganga til félagsins að liðnum 3 árum.
Girðingar skulu vera að lágmarki tveggja strengja rafgirðingar með tré eða járnstaurum og girtar á viðurkenndan hátt. Á hornum skulu vera veglegir burðarstaurar með stögum eða stífum á hornum.
Girðingarnar skulu undantekningarlaust vera rafmagnaðar meðan hross eru í þeim og nægur straumur á svo hross fari ekki á vírinn. Þá skulu vera viðvörunarskilti á þeim þar sem vænta má umferðar í kringum þær. Gaddavírsgirðingar eru stranglega bannaðar.
Beitarþegum ber að ganga vel og snyrtilega um hólfin. Fjarlægja ber alla lausa plaststrengi og plaststaura að loknum beitartíma. Einnig skal fjarlægja alla minni plaststampa sem ekki er hægt að fergja niður til varnar foki. Þá skulu stærri vatnskör sett á hvolf fyrir veturinn. Það sem ekki hefur verið fjarlægt af lausum hlutum fyrir 1. október ár hvert verður fjarlægt og ráðstafað/fargað.
Öll hross í beit hjá Herði skulu vera ábyrgðartryggð en eigendur bera á byrgð á þeim skemmdum sem hross kunna að valda sleppi þau úr girðingum. Allar girðingar skulu vera með rafmagni allan beitartímann á meðan hestar eru í girðingum.
Allir sem nýta beit á vegum félagsins skulu ganga vaktir og sinna handsömun lausra hrossa á svæðinu á beitartímanum. Mikilvægt er að fólk standi sína vakt og sé í stakk búið að sinna útkalli. Um er að ræða eina vakt á sumri, mis marga daga, samkvæmt útgefnu plani í upphafi beitartíma.
Umsækjendur skulu kynna sér reglur þessar til hlítar og staðfesta lestur og skilning með því að haka við í þar til gerðan reit í umsókninni. Þar með undirgengst umsækjandi að hlýta þessum reglum.
Reglur um notkun og umgengni í beitarhólfum
Beitarþegar skulu nýta beitarhólfin af skynsemi og ráðdeild þannig að ekki sé ofbeitt og hólfum skilað hóflega nýttum. Að sama skapi er gerð krafa um að beitin sé sannarleg nýtt en hólf ekki látin vaxa úr sér og standa óbeitt.
Beitarþegum ber að kynna sér hvernig best sé að standa að nýtingu hólfanna með tilliti til aðstæðna á hverjum stað. Við haustúttekt eru hólfin tekin út af sérfræðingi Landgræðslu ríkisins og þau metin skv. dómskala þar sem gefnar eru einkunnir frá 0 sem þýðir óbitið og niður í 5 sem er mikið skemmdur svörður vegna ofbeitar og traðks. Best er að hólfunum sé skilað í einkunn 3 sem þýðir að hólfið sé fullnýtt og skilað í viðunandi ástandi undir veturinn.
Hljóti beitarhólf einkunn 4 þrjú ár í röð skal beitarhafi sviptur hólfinu og fær ekki úthlutun hjá félaginu næstu tvö árin. Ávallt þegar beitarhólf fær falleinkunn skal viðkomandi beitarþegi fá skriflega ábendingu þar um þar sem minnt er á fyrrgreind viðurlög.
Til útskýringar:
Við úthlutun undanfarin ár hefur tvennskonar verklag aðallega verið viðhaft. Annarsvegar verið dregið um hver fær hvaða hólf og hinsvegar hólfunum raðað í samráði við umsækjendur.
Síðustu árin hefur verið haft samráð við umsækjendur til að greina enn frekar en kemur fram í umsókn hver þörfin er. Eftir hverju umsækjandinn er að leita. Oft hefur það leitt til að umsækjandi þiggur ekki hólf af ýmsum ástæðum. Má þar nefna að þörfin ekki svo brýn eða það sem í boði er hentar viðkomandi ekki. Stundum hefur fólk dregið sig út þegar það skynjar að það eru aðrir sem hafa meiri þörf og svo sækja ýmsir um til þess að tryggja sig inn í kerfið, ef það skyldi þurfa seinna á beit að halda. Yfirleitt hefur verið góður friður og sátt um úthlutunina þótt á því megi finna undantekningar.
Ítrekuð brot á reglum geta leitt til höfnunar á umsókn eða sviptingu beitarhólfs.
Reglur þessar tóku fyrst gildi vorið 2018 og voru endurskoðaðar 2025 og samþykktar af stjórn Harðar.
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, október 25 2018 20:01
-
Skrifað af Super User
Inngangur:
Vegurinn um Tungubakka er eign Mosfellsbæjar og viðhald hans er á kostnað bæjarins. Mosfellsbær kostar einnig snjóruðning þegar það á við.
Hestamannafélagið hefur afnot af veginum, en það hafa einnig fleiri sbr. íþróttavöllurinn. Kvartanir um rekstur hrossa hafa borist Mosfellsbæ og eru reglur þessar settar m.a. annars sem viðbrögð hestamannafélagsins við þeim kvörtunum og að resktrinum sé staðið af ábyrgð og festu.
Allir þeir sem koma að rekstri hrossa á Tungubökkum skulu fylgja reglum og fyrirmælum frá stjórn hestamannafélagsins Harðar hverju sinni.
Rekstraraðilar skulu gera skriflegan samning við stjórn Harðar og velja rekstrardaga í samráði við stjórn. Ef fleiri en einn rekstrarhópur er um hvern dag, skal dregið um rekstrardaginn. Á heimasíðu Harðar verða birtar reglur um reksturinn og stundaskrá, þ.e. á hvaða degi hver hópur rekur, hvernig hægt sé að koma hrossum í rekstarhóp eða hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess að stofna nýjan hóp. Ef ekki er rekstarhæft á rekstrardegi, er heimilt að breyta stundaskrá, en taka skal þá tilliti til annarra rekstrarhópa sem og annarra hugsanlegra viðburða á þeim tíma. Nýr rektrarhópur verður ekki myndaður án samráð og leyfis stjórnar félagsins.
1.gr
Hver hópur sem hyggst standa að rekstri skal skipa sér ábyrgðarmann sem verður tengiliður hópsins við stjórn félagsins. Ábyrgðarmaðurinn ber ábyrgð á að reglunum sé fylgt í hvívetna og gerir fh hópsins, skriflegan samning við hestamannafélagið og er samningurinn tímabundinn til eins árs í senn. Ef um gróft brot er að ræða getur stjórn félagsins sagt samningnum upp án fyrirvara. Sem dæmi um gróft brot eru sjáanlegar skemmdir á reiðleiðinni eftir td bíla, en slík slökk geta myndast í vætutíð og leysingum. Eðlilegast við slíkar aðstæður væri að nota fjórhjól eða hreinlega reka ekki við slíkar aðstæður.
2.gr
Það er skilyrði að eigandi rekstrarhrossa sé með ábyrgðartryggingu gangvart 3ja aðila og skal ábyrgðarmaður áminna eigendur rekstrarhrossa um að vera með slíka tryggingu. Hámarksfjöldi í hverjum rekstrarhópi skal vera 40 hross. Lágmarksfjöldi þeirra sem hverjum rekstri koma eru fjórir. Ávallt sé einn á vakt við aðkomu að íþróttasvæðinu og að lágmarki einn maður á endastöð til að taka á móti hrossunum þegar þau koma úr rekstri.
3.gr
Rekstur hrossa skal fara fram snemma dags og skal öllum rekstri og frágangi hans lokið fyrir kl 9 hvern rekstrardag. Þó skal tekið tilliti til birtustigs í nóv – feb, en þá daga skal rekstri lokið eigi síðar en klukkustund eftir birtingu. Alltaf er bannað að nota bílflautur, hrossabresti eða hvern þann útbúnað sem raskað getur ró manna. Taka skal tillit til þess ef viðburðir með tilheyrandi umferð eru á íþróttasvæði. Hafa skal samráð við umsjónarmenn íþróttavallar í slíkum tilvikum.
4.gr
Aðeins skal reka hross þegar aðstæður leyfa, þ.e. þegar reiðvegurinn er í góðu ástandi eða frosinn. Eftir langvarandi vætutíð, frostleysingar og ef slæm drulluslökk eru í veginum, er bannað að reka hross á Tungubakkahring.
5.gr
Rekstrarhópar sjái um gerð og viðhald á girðingum og hliðum á rekstrahring. Þess skal gætt að hrossarekstur sé ekki að marka slóða í grasbala utan reiðgötu. Þar sem slíkir slóðar myndast, skulu rekstrarhópar sjá til þess að fylla í þær slóðir með malarefni.
Ef bílar fara á undan eða á eftir hrossarekstri, skal aðeins nota bíla undir 2000 kg að þyngd. Hámarkshraði 30 km/klst.
6.gr
Hver rekstarhópur greiðir mánaðargjald sem leggst inn á sérstakan reikning á vegum félagsins. Fer gjaldið í viðhald og bætur á girðingum og reiðvegi á rekstarhring. Rekstarráð í samráði við stjórn, kemur sér saman um mánaðargjald og innheimtir í samvinnu við gjaldkera félagsins.
7.gr
Ef rekstrarhópar eru fleiri en einn, skulu ábyrgðarmenn mynda rekstraráð sem hafi yfirumsjón með rekstrinum, viðhaldi rekstarhringsins og að farið sé eftir reglum. Jafnframt hafi þeir samráð um hvenær skuli fella niður rekstur af ýsmum ástæðum sbr. 3. og 4. gr samnings þessa. Rekstraráðið er ábyrgt gagnvart stjórn Harðar.