- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, september 12 2018 12:15
-
Skrifað af Sonja
Umsóknafrestur í Afrekssjóðinn var til 31. ágúst. Vandræði hafa verið með umsóknakerfið þannig að eitthvað af umsóknum hafa ekki skilað sér inn til okkar. Nú er búið að lagfæra þetta og viljum við því biðja þá sem hafa sent inn umsókn að senda aftur svo það sé öruggt að hún verði tekin fyrir núna. Framlengjum því umsóknafrestinn til 15. sept.
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, september 10 2018 18:46
-
Skrifað af Sonja
Þá er tíundi dagur septembermánaðar runnin upp sem þýðir að beitartímabili í beitarhólfum sem Hörður úthlutar er senn á enda runnið. Samkvæmt samningi félagsins við Mosfellsbæ ber leigutökum að fjarlægja hross úr hólfunum eigi síðar en á miðnætti þann 10. september.
Beitarnefnd beinir því þeim tilmælum til hlutaðeigenda að þeir virði þetta ákvæði og fjarlægi hrossin í kvöld.
Fulltrúi Landgræðslu ríkisins mætir síðar í vikunni og metur ástand beitarhólfanna eins og venja er til.
Beitarnefnd
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, september 10 2018 07:56
-
Skrifað af Sonja
Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ, hefur um nokkurt skeið boðið upp á reiðnámskeið fyrir fatlað fólk, aðallega börn, en þó einnig fyrir fullorðna.
Námskeiðin hefjast þann 1. október og er kennt frá kl: 14:45- 15:45 alla virka daga, en á laugardögum frá kl: 10:30 – 11:30
Hvert námskeið er einu sinni í viku og stendur yfir í 10 vikur.
Verð fyrir námskeiðið er Kr: 50.000-
Reiðkennari er Fredrica Fagerlund, en hún er menntuð sem reiðkennari og þjálfari frá Háskólanum á Hólum. Fredrica er eigandi að reiðskólanum Hestamennt ásamt manni sínum, Sigurði H. Örnólfssyni. Reiðskólinn var áður í eigu Berglindar Ingu Árnadóttur (Beggu), sem hefur nú flutt erlendis til annarra starfa.
Í lok námskeiðs fá þátttakendur kennsluhandbók og viðurkenningarskjal.
Skráning fer fram á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Nánari upplýsingar á Facebook: https://www.facebook.com/reidnamskeid/
Við viljum koma á framfæri þökkum til sjálfboðaliðanna okkar og styrktaraðila, en þeir eru einn af hornsteinum starfseminnar. Fræðslunefndin er alltaf að leita að fólki sem er til í að gefa af sér og sínum tíma til að vinna með okkur. Eina sem þarf er jákvæðni, áhugi á mannlegum samskiptum og einn til tveir klukkutímar í viku. Ef þú vilt vera sjálfboðaliði eða fá frekari upplýsingar þá sendu okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, september 05 2018 08:00
-
Skrifað af Sonja
Kæru félagar,
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) vekja athygli á nýútkomnum bæklingi sem hefur það að markmiði að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi. Markhópur efnisins eru foreldrar barna og ungmenna af erlendum uppruna.
Í bæklingnum er að finna hagnýtar upplýsingar um starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga landsins. Sem dæmi má nefna; upplýsingar um æfingagjöld íþróttafélaga, frístundastyrki, mikilvægi þátttöku foreldra og kosti þess að hreyfa sig í skipulögðu starfi.
Bæklingurinn er gefinn út á sex tungumálum þ.e. á íslensku, ensku, pólsku, tælensku, litháísku og filippseysku.
Efnið er samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ.
Smelltu hér til þess að skoða bæklinginn.
Styrkur til félaga
Íþrótta- og ungmennafélögum stendur til boða að sækja um styrk að upphæð 180.000 krónur til að standa fyrir verkefni sem hvetur börn af erlendum uppruna til þátttöku í íþróttastarfi. Fimm styrkir verða í boði. Til þess að hljóta styrk þurfa félög að skila áætlun um hvernig nýta á fjármagnið. Tímarammi verkefnisins er frá september 2018 og til áramóta.
Eftir að verkefnunum lýkur munu ÍSÍ og UMFÍ safna saman gögnum frá þeim félögum sem hljóta styrk og deila reynslunni áfram til annarra félaga í landinu. Saman getur íþróttahreyfingin hjálpast að, miðlað reynslu og þekkingu og gert gott starf enn betra.
Smelltu hér til þess að sækja um. Umsóknarfrestur er til 17. september nk.
Vakin er athygli á Íþróttasjóði. Í ár er sérstök áhersla lögð á verkefni sem stuðla að þátttöku barna af erlendum uppruna. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. Sjá nánar hér.