- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 29 2019 08:09
-
Skrifað af Sonja
Lausaganga hunda er bönnuð. Það er hins vegar erfitt að fylgja því eftir. Mörgum finnst samofið - maður – hestur – hundur, en reglurnar eru skýrar. Sjálfur hef ég oft brotið þessa reglu. Leyfi tíkinni minni að vera lausri við hesthúsið og hef tekið hana með í reiðtúr ef fáir eða engir aðrir eru að ríða út. Það er samt engin afsökun og þarf ég að taka þetta til mín eins og aðrir félagar. Slysin gera ekki boð á undan sér.
Formaður
- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, janúar 26 2019 10:23
-
Skrifað af Sonja

- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, janúar 21 2019 20:17
-
Skrifað af Sonja
Félagsmaður sem vill leigja reiðhöllina undir kennslu, þarf að panta hjá Sonju á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Kennari sem fagaðili, ber að ganga úr skugga um að félagsmaður sé búinn að panta reiðhöllina. Kennara er ekki heimilt að kenna í höllinni nema að annaðhvort kennarinn eða nemandinn hafi pantað reiðhöllina og gengið frá greiðslu.
Ef félagsmaður eða reiðkennari eru uppvís að kennslu án þess að hafa gengið frá pöntun og/eða greitt fyrir leigu, áskilur félagið sér rétt til að loka reiðlyklum og senda inn greiðsluseðil með 50% sektarálagi.
Reiðhöllin er sameign okkar Harðarmanna og til þess að geta viðhaldið henni, þurfum við leigutekjur. Að greidd sé sanngjörn leiga, er hagur okkar allra.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Sunnudagur, janúar 20 2019 17:49
-
Skrifað af Sonja
Okkur hjá Efnagreiningu ehf. á Hvanneyri langar til að bjóða Harðarmönnum heyefnagreiningar á sérstöku tilboðsverði núna í janúar og febrúar. Þið fáið greiningarnar á 10% afslætti frá auglýstu verði.
Rósa Emils verður í Reiðhöllinni hjá ykkur á miðvikudagskvöldið 23. jan kl 19 og tekur á móti heysýnum.
Rétt er að benda á að ef þið eruð í einhverjum vandræðum með að opna linkinn http://efnagreining.is/?p=59 þá eru allar upplýsingar t.d um pökkun sýnum, sýnastærð og verð á heimasíðu okkar efnagreining.is ásamt sýnishorni. (Niðurstöðublaði úr eigin hesthúsi)
Efnagreining ehf.
s.6612629
efnagreining.is