- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, september 19 2018 10:34
-
Skrifað af Sonja
Viðhald reiðveganna er á ábyrgð Mosfellsbæjar. Að setja afgangsefni sem þetta í reiðveginu, eru alfarið mistök verktakans. Ekki bæjarins né stjórnar félagsins. Árvökulir félagsmenn sendu ábendingar til stjórnar, sem strax hafði samband við bæinn, sem lét lagfæra reiðleiðina á Tungubakkahringnum. Reiðleiðinni var lokað á meðan á viðgerð stóð. Einhverra hluta vegna var "gamla" afgangsefnið sett í hrúgu við reiðveginn og væntanlega gleymst að fjarlægja hann. Ábending um það barst stjórn nýlega og ar Mosfellsbær beðinn um að fjarlæga binginn. Það verður gert síðar í dag eða á morgun. Hluti af þessu efni var borið á nýja veginn meðfram Varmánni. Þeim vegi verður lokað meðan á viðgerð stendur. Nauðsynlegt að fá ábendingar frá félagsmönnum, við erum í þessu saman og öll höfum sömu hagsmuni að gæta.
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, september 14 2018 11:25
-
Skrifað af Sonja
Hestamannafélagið Hörður býður uppá bóklega knapamerkjakennslu í haust. Lágmarks þátttaka eru fjórir á hverju stigi. Kennari er: Sonja Noack
Stefnt er að verklegri kennsla hefjist í janúar 2019 ef næg þátttaka fæst. Athugið það verður ekki boðið upp á bóklegt nám í knapamerkjum fyrr en næsta haust.
• Knapamerki 3. Kennt á miðvikudögum kl. 16:30 – 18:00
• Kennsla hefst 10. október, 4 skipti plus próf (1klst)
• Knapamerki 4. Kennt á miðvikudögum kl. 18:00 – 19:30
• Kennsla hefst . 10. október, 4 skipti plus próf (1klst)
• Knapamerki 5. Kennt á miðvikudögum kl. 19:30 – 21:00
• Kennsla hefst . 10. október, 4 skipti plus próf (2 klst)
• Verð Knapamerki 3 og 4 - Börn og Unglingar kr. 11.500
• Knapamerki 3 og 4 Fullorðnir kr 14 500
• Verð Knapamerki 5 - Börn og Unglingar kr. 13.500
• Verð Knapamerki 5 - Fullorðnir kr. 15.500
Dagsetningar: Miðvikudaga 10. / 17. / 31. Október enn ath Mánudag 22.10!
Nemendur þurfa að útvega sér kennslubækur fyrir fyrsta tímann og fást þær í m.a. í Líflandi og Ástund.
Skráning er á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og senda þarf staðfestingur á greiðslu á sama netfang. Leggja skal inná þennan reikning:
549-26-2320 og kennitalan er: 650169-4259
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, september 12 2018 12:16
-
Skrifað af Sonja
Beit leyfð fram á næstu helgi
Ákveðið hefur verið í framhaldi af ábendingu Áslaugar Erlínar Þorsteinsdóttur á facebook að leyfa beit í þeim stykkjum þar sem næga beit er að hafa. Í þeim stykkjum sem beitin er uppurin þarf að fjarlægja hrossin strax.
Beitarnefnd