Gamlársreið - Varmárdal
- Nánar
- Skrifað þann Þriðjudagur, desember 25 2018 11:52
- Skrifað af Sonja
Heiðurshjónin Haddý og Nonni Bobcat taka á móti Harðarmönnnum á milli kl 12 – 14. Veitingar í boði félagsins.
Sjáumst hress.
Stjórnin
Heiðurshjónin Haddý og Nonni Bobcat taka á móti Harðarmönnnum á milli kl 12 – 14. Veitingar í boði félagsins.
Sjáumst hress.
Stjórnin
Reiðnámskeið í Reiðhöll Harðar
Benedikt Líndal Tamningameistari verður með reiðnámskeið
helgina 9.-10.mars næstkomandi.
Lágmark 6 og hámark 8 þátttakendur.
Nemendur af fyrri námskeiðum velkomnir í framhald.
Kennslufyrirkomulag: Fyrri daginn er kennt þannig að tveir og tveir eru saman í tíma, tvisvar sinnum auk eins bóklegs tíma. Hver tími 50 mín. Seinni daginn eru einkatímar og einn bóklegur tími, 40 mínútur hver.
Verð: kr. 28.500
Skráning fer fram í gegnum Sportfeng:
skraning.sportfengur.com
Nú er komið að því að velja hestaíþróttafólk Harðar 2018.
Stjórn Harðar óskar eftir upplýsingum um árangur á íþróttamótum og gæðingamótum á árinu 2018
Verðlaun fyrir Íþróttamaður Harðar verða veitt á árshátíð félagsins 23. febrúar 2019.Árangursupplýsingar eiga að sendast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
fyrir miðnætti 22. desember.Við hvetjum knapa og forráðamenn knapa að senda inn upplýsingar.
Stjórnin
Reiðhöll Harðar á Varmárbökkum.
Föstudaginn 4.janúar 2019
Húsið opnar 19.00 og sýningin hefst stundvíslega 19.30.
Rauði þráðurinn, þjálfun og uppbygging til árangurs!
Hinrik Sigurðsson reiðkennari og þjálfari.
Hinrik Sigurðsson er hestamönnum að góðu kunnur, en hann býður upp á námskeið, ráðgjöf og fyrirlestra um hugarfarsþjálfun og markmiðssetningu jafnt innan íþrótta, hjá fyrirtækjum og með einstaklingum.
Hinrik hefur bakgrunn í hestamennsku og hefur um árbil starfað sem reiðkennari, þjálfari og fyrirlesari víða um heim og sjálfur náð góðum árangri sem keppnis- og sýningarknapi með fjölda hrossa.
Þessa kvöldstund í Herði ætlar hann að fara yfir hvernig við byrjum vetrarþjálfunina svo árangur verði eins og stefnt er að. Farið er yfir þjálfun og uppbyggingu reið- og keppnishesta í bland við knapaþjálfun með áherslu á hugarfar, markmiðasetningu og svo líkamlega þjálfun knapa, jafnvægi og ásetu.
Hinrik fer með okkur yfir þau gildi sem hann hefur haft að leiðarljósi í þjálfun, bæði í máli og myndum og svo verklega með hesta þar sem farið er yfir þær aðferðir sem kynntar eru.
Aðgangseyrir er 1000 krónur fyrir fullorðna, frítt fyrir börn og unglinga 17 ára og yngri.