"FORMANNSFRÚAR"-KARLAREIÐ HARÐAR 2014
- Nánar
- Skrifað þann Föstudagur, maí 09 2014 16:45
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Laugardaginn 17. maí verður farin hin vinsæla karlareið frá Þingvöllum í Mosfellsbæ. Áætlað er að leggja af stað frá Skógarhólum kl. 12.00 en flutningur frá hesthúsahverfinu kl. 10.00. Menn þurfa að koma sér saman um þennan flutning og að nýta hestakerrurnar sem best.
Byrjað verður á því að bjóða uppá morgunverð í Harðarbóli kl.8.30.
Veitingar verða framreiddar á leiðinni og að lokinni reið verður haldin grillveisla í félagsheimilinu.
Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 15. maí og greiða 7.500 kr. inn á eftirfarandi reikning sem jafnframt er staðfesting á þátttöku, munið að láta nafn og kennitölu fylgja greiðslunni:
549-26-4259 kt. 650169-4259 - Hestamannafélagið Hörður
Hægt er að senda fyrirspurnir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma:8616691
Þetta er eitthvað sem enginn karl má láta framhjá sér fara.