- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, september 19 2014 12:46
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Jæja þá er komið að því að senda inn árangur ársins.
Það er mikilvægt að þið gerið það ef þið viljið vera með í keppninni um besta og efnilegasta knapa ársins í hverjum flokki .
Vinsamlegast sendið inn árangur ykkar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 25. sept 2014. ,,Það verður ekki tekið við gögnum eftir það,,.
Uppskeruhátíðin okkar verður svo í Harðarbóli fimmtudaginn 2. okt auglýst síðar og vonumst við til að sjá sem flesta Harðarkrakka með foreldrum sínum eiga skemmtilegt kvöld.
P.S ef einhverjir eiga skemmtilegar myndir sem við getum notað í myndasjó af síðasta vetri má senda það einnig kveðja Æskulýðsnefnd
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, september 15 2014 17:23
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Dagana 18-19. október verður haldið járningarnámskeið með Sigurði Oddi á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ í samvinnu við fræðslunefnd Harðar
Námskeiðið kostar 28.000 og innifalið í því eru öll helstu gögn, kaffi /matur á námskeiðstíma.
Skáning fer fram á Sportfeng http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add fyrir 5 október næstkomandi.
Fræðslunefnd áskilur sig þann rétt að fella niður námskeiðið ef ekki næst lágmarks skráning.
Kveðja fræðslunefnd Harðar