- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, september 30 2014 11:15
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Uppskeruhátíðin okkar verður í Harðarbóli fimmtudaginn 2. okt. og vonumst við til að sjá sem flesta Harðarkrakka með foreldrum sínum.
Hátíðin byrjar kl.18.20 og verður glæsilegur matur í boði ásamt skemmtiatriðum og viðurkenningar verða veittar.
P.S ef einhverjir eiga skemmtilegar myndir sem við getum notað í myndasjó af síðasta vetri má senda það á bryndisar@gmail.com
Hlökkum til að sjá ykkur.
Æskulýðsnefndin
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, september 26 2014 12:18
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Dagana 18-19. október verður haldið járningarnámskeið með Sigurði Oddi á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ í samvinnu við fræðslunefnd Harðar
Námskeiðið kostar 28.000 og innifalið í því eru öll helstu gögn, kaffi /matur á námskeiðstíma.
Skáning fer fram á Sportfeng http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add fyrir 5 október næstkomandi.
Fræðslunefnd áskilur sig þann rétt að fella niður námskeiðið ef ekki næst lágmarks skráning.
Kveðja fræðslunefnd Harðar
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, september 22 2014 21:42
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Hestamannafélagið Hörður og Róbert Petersen reiðkennari verða með frumtamninganámskeið sem hefst mánudaginn 6. október nk. Hver þátttakandi kemur með sitt tryppi og farið verður í gegnum helstu þætti frumtamningar s.s. atferli hestsins, leiðtogahlutverk, fortamningu á tryppi, undirbúning fyrir frumtamningu og frumtamningu.
Nánar...
- Nánar
-
Skrifað þann Sunnudagur, september 21 2014 22:24
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Eftir mikla eftirspurn og þrýsting munum við halda "Stable quis" (spurningakeppni hestamannafélaganna) í haust, keppnin sló alveg í gegn í hittifyrra en ekki náðist að setja hana upp sl haust vegna anna.