GRILL Á SUNNUDAGINN N.K.
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, júní 26 2014 22:10
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Á sunnudaginn n.k. 29.júní verður sameiginlegt grill með Fáksmönnum á LM 2014. Hörður hefur leigt tjald með Fáki, Spretti og Sörla og verður grillið þar eftir knapafundinn kl. 19.00. Þetta tjald er til afnota fyrir félagsmenn þessara félaga. Síðar í vikunni verður annað grill og verður það auglýst síðar.
Á myndinni hér fyrir neðan má sjá tjaldstæði sem tekið hefur verið frá fyrir félagsmenn Harðar, Spretts, Fáks og Sörla og eru þau merkt með fánum félaganna. Á þessu svæði er einnig veitingatjaldið. Tjaldstæðið er merkt blátt á myndinni.
Reddari Harðar á Landsmótinu verður Fríða Halldórs og hægt er að ná í hana í síma: 6997230