- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, júní 12 2014 10:13
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Hörður hefur tekið frá 15 hjólhýsa- og fellihýsa/tjaldvagnasvæði á LM sem hefst eftir rúmar tvær vikur. þeir sem vilja vera á sama svæði (halda hópinn = skapa stemmningu) eru vinsamlega beðnir að hafa samband Hildu Karen á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og panta stæði fyrir 19.júní.
Einnig höfum við tekið frá beitarhólf en þar má vera með hestakerruna, tjalavagninn osfrv. ásamt litlu beitarhólfi (alls 100 fermetrar). Staðsetningin er SV við Reiðhöllina (merkt gult og sem beitarhólf á svæðinu) Það kostar kr. 5.000 og ætlum við Harðarmenn að vera saman á svæði og þurfa menn því að panta fyrir 16.júní til að tryggja sér stað. Hægt er að panta beitarhólfið með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma 8616691.
Innifalið í þessari upphæð er gras/hey sem umsjónaraðili hests sækir eins og þurfa þykir. Athugið að umsjónarmenn hesta þurfa sjálfir að koma með rafmagnsgirðingar og brynningarfötur fyrir vatn.
Hörður ætlar að vera með grillveislur eins og alltaf hefur verið á landsmóti og verður það nánar auglýst síðar.
Við hvetjum fólk til að afla sér upplýsinga um landsmótið á www.landsmót.is, þar er hægt að sjá t.d. drög að dagskrá og fleira. Einnig hvetjum við fólk til að kaupa sér miða á landsmótið en forsala stendur enn yfir.