- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, desember 09 2014 21:49
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Hæ hæ!
Siðasti skráningadagur fyrir vorönn Hestaklúbbsins er 15. desember. Þeir nemendur sem voru í haust hafa forgang á námkskeiðið eftir áramót. Við munum svo skoða hvort hægt verður að bæta við nýjum nemendum eftir að skáningarfresti lýkur og verður nýjum umsóknum svarað sem allra fyrst (vonandi 17. des.) Nýjar umsóknir skulu berast til okkar í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða snor33@gmail.com.
ATH, fyrsta nýja skráning tekur fyrsta lausa plássið osfr. Þeir sem voru fyrir áramót skrái sig í gegnum Sportfeng.
Kv Line og Malin
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 01 2014 16:56
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Ágætu félagar
Búið er að opna fyrir skráningar á námskeið vetrarins.
Skráning á öll námskeiðin fer fram á sportfeng http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Námskeiðslýsingar má svo finna á undir "námskeið æskulýðsnefndar" og "námskeið fræðsluefndar" hér á heimasíðu félagsins www.hordur.is
Kveðja
Fræðslu og æskulýðsnefnd Harðar
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 01 2014 12:16
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Stórkostlegur hópur Harðarfélaga vann á laugadaginn við ganga frá þakinu og ljúka ísetningu hurða og glerja heila klabbið. Ragnhildur Trausta sá um að orkubúskapurinn væri í jafnvægi.

Hinni, Kristján, Tóti, Davíð, Kjartan, Hákon, Steini, Þórir, Sæmundur, Ragnhildur, Svanur og Össi.
Jón Ásbj, Viðar og Margrét voru farin þegar myndin var tekin. Frábær dagur að baki og allt tilbúið fyrir útsynninginn
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 01 2014 09:28
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir

Reynir Örn Pálmason er Íþróttamaður Harðar 2014. Reynir Örn er einn fremsti knapi landsins og tók þátt í öllum stórmótum sem haldin voru á landinu 2014. Hann var jafnframt valinn í landslið Íslands sem keppti á Norðurlandamóti í Danmörku. Við óskum Reyni til hamingju með árangurinn og óskum honum alls hins besta.
Árangur Reynis Arnars árið 2014 m.a.:
Nánar...