- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 01 2014 09:28
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir

Reynir Örn Pálmason er Íþróttamaður Harðar 2014. Reynir Örn er einn fremsti knapi landsins og tók þátt í öllum stórmótum sem haldin voru á landinu 2014. Hann var jafnframt valinn í landslið Íslands sem keppti á Norðurlandamóti í Danmörku. Við óskum Reyni til hamingju með árangurinn og óskum honum alls hins besta.
Árangur Reynis Arnars árið 2014 m.a.:
Nánar...
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 01 2014 09:10
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Okkur langar að þakka þeim frábæru sjálfboðaliðum sem mættu á nefndarkvöldið á föstudaginn fyrir komuna og gerðu þetta kvöld algjörlega frábært.
Stjórn Harðar.
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, nóvember 27 2014 15:27
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
"Nú er að duga eða drepast"
Við byrjum kl. 10.00 laugardaginn 29. nóv. og verðum að til ca. kl. 16.00. Verkefnið er að glerja gluggana sem eru komnir í, setja í útihurðakarma og glerja hurðir, setja járn og kjöl á þakið, síðan er tiltekt á svæðinu. Þá er húsið lokað og við getum slakað á fram yfir áramótJ
Fh bygginganefndar um Stækkun Harðarbóls
Gunni Steingríms gsm 822-4402
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, nóvember 27 2014 13:45
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Á morgun verður nefndarkvöldið okkar í Herði. Húsið opnar kl.19.30 og borðhaldið hefst kl. 20.00. Fríða "okkar" ætlar að elda fyrir okkur. Hákon og Guðjón ætla að spila fyrir okkur eins og þeim einum er lagið. Íþróttamaður Harðar 2014 verður heiðraður.
Vonandi hafa allir sem hafa starfað fyrir félagið sl. ár, s.s. sjálfboðaliðar og nefndarfólk, fengið boð um að mæta og líka þeir sem ætla að starfa í nefndum á næsta ári. Ef einhver kannast ekki við að hafa verið boðinn er viðkomandi beðinn um að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða senda sms í síma 8616691.