- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, ágúst 26 2014 13:55
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ og Hestamannafélagið Hörður hafa gert með sér samning um að Hörður leigir FMOS hluta reiðhallarinnar undir kennslu á hestabraut skólans. Búið er að setja inn á viðburðardagatalið þá tíma sem hluti hallarinnar er lokaður. Biðjum við fólk að kynna sér það.
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, ágúst 26 2014 13:51
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Eins og margir hafa tekið eftir þá hafa verið framkvæmdir í reiðhöllinni. Viðhaldið varð meira heldur en við gerðum ráð fyrir og hefur það því tekið lengri tíma en áætlað var. Nú fer framkvæmdum í reiðsalnum að ljúka. Áfram verða framkvæmdir í anddyri reiðhallarinnar og fyrir utan hana. Biðjum við fólk að sýna því tilllitsemi.
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, ágúst 25 2014 13:36
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Í kvöld kl.18.30 verður haldinn kynningarfundur í Harðarbóli þar sem Hestaíþróttaklúbburinn í Herði verður kynntur. Hvetum alla til að mæta og kynna sér þetta frábæra framtak, þar sem hægt verður að stunda hestamennsku allt árið.
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, ágúst 20 2014 16:27
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Nú er 20. ágúst genginn í garð og því ástæða til að benda öllum þeim sem leigja beit hjá félaginu að héðan í frá er bannað að randbeita. Þá þarf að loka af þeim hlutum hólfanna sem búið er að beita og hafa hrossin einvörðungu á óbeitta hlutanum. Þá er rétt að ítreka þá harðlínustefnu félagsins að öllum hólfum verði skilað í einkunn þremur og því tímabært að fjarlægja hross úr þeim hólfum sem beit er uppurin í.
Gerð var úttekt á hólfunum nýlega og verður haft samband við þá sem eiga að fjarlægja hrossin strax.
Beitarnefnd