- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, janúar 16 2015 13:24
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Kæru félagsmenn!
Minni à það að rúllur og rúlluplast eiga ekki heima fyrir utan hesthúsin frekar en annað dót. Rúlluplastið fýkur út um allt og fælir hrossin. Vinsamlegast gangið frà plastendum til að forðast slys, gott er að setja net yfir rúllurnar! Einnig bendum við á þar til gert rúllustæði.
Í samþykkt um hverfið segir : Þeir, sem nota hesthús í hverfinu, skulu ganga vel um umhverfi sitt. Bannað er að skilja eftir hvers konar rusl eða annað óviðkomandi utanhúss, s.s. sagpoka, heyrúllur og rúllubaggaplast, timbur og verkfæri.
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 14 2015 22:30
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Ágætu félagar!!
Nú eru reiðnámskeið vetrarins að byrja og er þá helmingur hallarinnar mikið í notkun. Ákveðið hefur verið að hafa alla höllina opna á þriðjudögum milli 18 og 19 í allann vetur og ekki verður hægt að leigja höllina til annarar kennslu á þeim tíma.
Nánar...
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, janúar 12 2015 14:18
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Ágætu félagar!!
Næskomandi laugardag 17.janúar verður haldið hið árlega þorrablót félagsins.
Miðaverð á blótið er 4.000 kr og hægt er að panta miða í síma 893-4671 og leggja þarf inná reikning: 549-26-4259 og kennitala er: 650169-4259
Húsið mun opna kl 18:00
Harðarfélagar, höfum gaman saman á laugardaginn.
Kveðja stjórn hestamannafélagsins Harðar.
- Nánar
-
Skrifað þann Sunnudagur, janúar 11 2015 20:40
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Reynir Örn sannaði það á árinu að hann er einn fremsti knapi Íslands og á það við um margar keppnisgreinar, en hann var tilnefndur í tveimur flokkum á uppskeruhátíð hestamanna sem haldin var 10.janúar sl. Árangur hans var mjög góður og var hann valinn íþróttaknapi ársins 2014. Við Harðarfélagar erum stoltir af því að hafa Reyni Örn innan okkar raða. Reynir Örn er jafnframt tilnefndur til Íþróttamanns Mosfellsbæjar 2014.

Hér eru það Lárus Hannesson formaður LH og Gunnar Sturlurson forseti FEIF sem afhenda honum verðlaunin