- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, febrúar 04 2015 14:01
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Enn og aftur minnum við fólk á að það er STRANGLEGA bannað að kenna í opna hluta reiðhallarinnar. Þeir sem ætla sér að vera með kennslu eða tilsögn eiga að panta tíma hjá umsjónarmanni, borga fyrir hana og kenna í vestarihluta hallarinnar. Ef ekki er farið eftir þessum reglur áskilur stjórnin sér rétt til þess að loka fyrir aðgang að höllinni. Hægt er að kaupa 10 tíma kort.
Minnum jafnframt á að það eru myndavélar í gangi allan sólarhringinn í höllinni og fólk verður rukkað fyrir "kennslu" í opna hluta hallarinnar.
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 29 2015 09:15
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Þeir sem eiga eftir að greiða lyklana að reiðhöllinni og félagsgjöldin, vinsamlegast athugið að lokað verður fyrir lyklana á mánudaginn. Reiðhöllin er til notkunar fyrir SKULDLAUSA HARÐARFÉLAGA frá og með 1.febrúar n.k.
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 27 2015 22:25
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Ágætu félagsmenn
Enn er opið fyrir skráningar í einkatíma hjá nokkrum kennurum.
Einkatímar
Námskeið sérsniðin að þörfum hvers og eins og hentar hestum og knöpum á öllum stigum reiðmennskunnar. Í boði eru einkatímar í 30 mínútur eða tveir nemendur saman í 60 mínútur.
Kennt í 5 skipti og verður skipt milli daga og kennarar eftir skráningu.
Kennarar:
Nánar...
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 27 2015 22:09
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Kæru félagskonur.
Kvennatöltmótið okkar, LÍFStöltið, verður nú haldið fimmta árið í röð þann 22. mars nk. Öflugur hópur kvenna úr okkar röðum hefur komið að mótinu á einn eða annan hátt og skipað LÍFStöltsnefnd.
Nánar...