Vinningsnúmerin:
Nánar...
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, maí 14 2014 22:40
-
Skrifað af Æskulýðsnefnd Harðar
Hvetjum ALLA knapa í barna-, unglinga- og ungmennaflokki sem stefna að úrtöku fyrir Landsmót að skrá sig. Eingöngu riðin forkeppni og fá allir knapar einkunir og umsagnir frá dómurum (það verða 3 dómarar). Einn knapi inná í einu. Knapar verða kallaðir inn eftir skráningaröð og skulu vera mættir á upphitunarsvæði í reiðhöll tímanlega.
Trausti Þór Guðmundsson reiðkennari og Rúna Einarsdóttir verða staðnum til að aðstoða knapa.
Barnaflokkur (10-13 á árinu): Riðnir skulu 2 hringir og sýnt fet, tölt og/eða brokk og stökk. Algengt að riðið sé hálfur hringur á feti, hálfur hringur á stökki og heill á tölti og/eða brokki (ef bæði sýnt, þá gildir betri einkunnin).
Unglingaflokkur (14-17 á árinu): Riðnir skulu þrír hringir og sýnt fet, hægt tölt, brokk, stökk og yfirferðargangur, þ.e. annað hvort tölt eða brokk á langhliðum.
Ungmennaflokkur (18 - 21 á árinu): Riðnir skulu þrír hringir og sýnt fet, hægt tölt, brokk, stökk og greitt tölt á langhliðum.
Mjög gott er að kynna sér vel reglurnar á síðu LH
Ef þið hafið spurningar, setið þær hér inn og mun einhver dómari svara og geta þá allir nýtt sér upplýsingarnar (svo ekki þurfi að svara sömu spurningunum oft).
Ekkert skráningagjald
Skráningu lýkur sunnudagskvöld 18.maí
Skráning: Senda þarf upplýsingar um knapa (nafn, fæðingarár, flokkur, gsm, netfang) og hest (heiti og aldur) á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Dagskrá (áætluð):
Kl. 17:00 Barnaflokkur
Kl. 18:30 Unglingaflokkur
Kl. 20:00 Ungmennaflokkur
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, maí 14 2014 22:35
-
Skrifað af Æskulýðsnefnd Harðar
Hittumst kl. 13:00 á sunnudaginn (18.maí) í Naflanum og ríðum saman upp að Hraðastöðum í Mosfellsdal. Þar verður grillað og leikið sér. Áríðandi er að foreldrar komi með börnunum. Þetta er frítt og góð veðurspá, svo nú er bara að fjölmenna og eiga skemmtilegan dag.