AÐALHEIÐUR ANNA GUÐJÓNSDÓTTIR ER TILNEFND SEM ÍÞRÓTTAKONA MOSFELLBÆJAR

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir

Fædd 7. júlí 1989  

Aðalheiður 2014 mynd

 

 

Aðalheiður hefur stundað hestamennsku frá unga aldri og hefur keppt frá barnæsku.  Hún er „uppalin“  í Hestamannfélaginu Herði og hefur einungis keppt fyrir Hörð. Hún tileinkaði sér snemma agaða og fágaða reiðmennsku sem vekur athygli þar sem hún kemur fram á keppnisvöllunum.  Aðalheiður var í meðal fremstu knapa Harðar í unglinga og ungmennaflokki. Hún lauk tamningamanns-  og reiðkennaraprófi frá Háskólanum á Hólum og var öll árin með þeim hæstu í sínum árgangi. 

Aðalheiður var á árinu valin af dómurum á World ranking mótum á lista yfir þá knapa sem sýnt hafa bestu reiðmennskuna á Íslenska hestinum um heim allan. Hún stundar fágaða og létta reiðmennsku, fær það besta út úr hverjum hesti og er góð fyrirmynd þegar kemur að reiðstíl og ásetu.

Aðalheiður keppti í Meistaradeild VÍS ásamt 20 bestu knöpum landsins með góðum árangri.

Hún tók þátt í öllum mótum hjá Herði og var alltaf í úrslitum og tók einnig þátt í öllum stórmótum sem haldin voru á Íslandi árið 2014 m.a.:

Landsmót Hestamanna 2014 var hún með með 6 hross.

Framúrskarandi árangur í sýningu kynbótahrossa.

Hæst dæmda litförótta hross í heiminum frá upphafi.