3.vetrarmót föstudaginn 11.4. n.k.
- Nánar
- Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 08 2014 19:58
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Hestamannafélagið Hörður vill þakka öllum þeim Harðarfélögum sem gerðu félaginu kleift að taka þátt í Hestadögum á Höfuðborgarsvæðinu. Við áttum frábæra fulltrúa á öllum uppákomum sem haldnar voru s.s skrúðreið frá Sólfarinu að Hörpunni, opið hús þar sem við gáfum kjötsúpu og teymt var undir krökkum, skrúðreið um miðbæ RVK, Ístöltið og Hestadagarnir enduðu á Æskan og Hesturinn en þar áttum við knapa mörgum atriðum. VIð erum ákaflega stolt af okkar fólki.
Föstudaginn 4.apríl var mér sem formanni Harðar boðið í rútuferð með Reiðveganefndum í Kjalarnesi hinu forna til að skoða reiðvegi og reiðvegaefni. Þetta var mjög ángæjuleg ferð og gaman að sjá eldmóðinn sem býr í því fólki sem er að vinna í þessum málaflokki. Mjög fróðlegt er að sjá allar þær tengingar sem orðnar eru á reiðvegum milli hestamannafélaganna á þessu svæði og hvernig þetta er hugsað í framtíðinni. Mig langar að þakka kærlega fyrir þessa frábæru ferð og ég er margs vísari um reiðvegi, reiðleiðir, reiðvegaefni og fl.
Hér fyrir neðan er samantekt á þessari ferð og einnig nokkrar myndir sem Halldór Halldórsson Sprettari tók saman.
Á fundi Reiðveganefndar í Kjalarnesþingi hinu forna þann 20. mars sl.var ákveðið að efna til fræðsluferðar í umdæmi nefndarinnar. Var þeim Ara Sigurðssyni Sóta og Jóhannesi Oddssyni Herði falið að annast undirbúning ferðarinnar. 4. apríl varð fyrir valinu, var miðað við að allt að fimm manns mættu frá hverju félagi.
Blandað reiðstígaefni skoðað í Vatnsskarðsnámu.
Beitarnefnd