- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, mars 18 2014 15:03
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Mikið hefur verið kvartað til Hundaeftirrlits Mosfellsbæjar vegna lausra hunda í hesthúsahverfinu og einnig vegna hunda sem eru með eigendum- og/eða forráðamönnum sínum í reiðtúrum. Hafa orðið slys vegna þessa bæði á mönnum og dýrum.
Eftir fund með forsvarsmönnum Mosfellsbæjar var ákveðið að gera átak í þessum málum og Hestamannafélagið Hörður hvertur fólk til að hafa hundana sína bundna við hesthúsin svo ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða. Með því er verið að framfylgja reglum sem settar voru um umgengni í hesthúsahverfinu.
Vonumst við því til þess að ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða vegna lausagöngu hunda í hverfinu.
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, mars 17 2014 19:20
-
Skrifað af stormotanefnd@hordur.is
Niðurstöður Bikarmót Harðar fór fram í síðustu viku og var þá keppt í fimmgangi. Hér fyrir neðan birtast niðurstöðurnar frá mótinu.
Unglingaflokkur
1. Arnar Máni Sigurjónsson - funi frá Hóli - 5,76
2. Linda Bjarnadóttir - Dimmalimm frá Kílhrauni - 4,48
3. Harpa Sigríður Bjarnad - Greipur frá Syðri-Völlum - 4,21
4. Aníta Rós Róbertsdóttir - Sörli frá Skriðu - 3,93
Ungmennaflokkur
1. Bjarki Freyr Arngr - Gýmir frá Syðri-Löngumýri - 6,05
2. Sandra Pétursdotter - Haukur frá Seljabrekku - 6,05
3. Súsanna Katarína - Óðinn frá Hvítárholti - 6,0
4. Annie Ivarsdottir - Ása frá Fremri-Gufudal - 5,67
5. Hafdís Arna Sigurðard - Gusa frá Laugardælum - 4,71
1. Flokkur
1. Aðalheiður Anna G. - Gletta frá Margrétarhofi - 6,62
2. Sigurður Sigurðarson - Freyþór frá Ásbrú - 6,5
3. Alexander Hrafnkelsson - Hrönn frá Neðra-Seli - 6,17
4. Sonja Noack - Bú-Álfur frá Vakurstöðum - 6,17
5. Alexandra M. Montan - Dimma frá Hvoli - 5,6
- Nánar
-
Skrifað þann Sunnudagur, mars 16 2014 20:26
-
Skrifað af Hans Orri Kristjánsson
Að þessu sinni auglýsum við námskeið í töltfimi. Á þessu námskeiði verða kenndar liðkandi og safnandi æfingar sem hjálpa knapanum að undirbúa hestinn sinn betur fyrir tölt. Mikil áhersla verður lögð á að hesturinn beiti sér rétt á feti svo að töltið geti orðið sem best. Ítarlega verður farið í gangskiptinguna; fet-tölt-fet og hægt tölt. Æfingar sem kennarinn mun m.a styðja sig við eru: Sniðgangur, krossgangur, framfótasnúningur og afturfótasnúningur
Kennt verður á fimmtudögum milli kl. 21 og 22.
Kennsla hefst næstkomandi fimmtudag, 20. mars.
Kennt í 5 skipti
Kennari verður Line Nørgaard
Verð 12.000 kr.
Skráning í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi):
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
1. Velja námskeið.
2. Velja hestamannafélag (Hörður).
3. Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inná www.hordur.is og sækja um aðild).
4. Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur).
5. Setja í körfu.
6. Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.
- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, mars 15 2014 10:46
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Vegna þessara stóru tímamóta í okkar lífi ætlum við mæðgur að halda uppá afmælið okkar í Reiðhöll Harðar laugardaginn 22.mars kl. 18. Okkur þætti frábært að sjá sem flesta og fagna með okkur fram á rauða nótt Lopapeysa og ullasokkar eru æskilegur klæðnaður!
Sjáumst hress og kát partýkveðjur, Lilla og Begga