NOKKRAR MYNDIR FRÁ OKKAR FÓLKI Á ÍSLANDSMÓTI
- Nánar
- Skrifað þann Föstudagur, ágúst 01 2014 16:16
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Harðarfélgar náðu frábærum árangri á Íslandsmótinu sem haldið var um síðustu helgi í Fáki. Félagið er ákaflega stolt af þessum knöpum, en mótið var feiknasterkt.
Við eignuðumst fjóra Íslandsmeistara, en þeir eru eftirfarandi:
Reynir Örn Pálmason og Greifi urðu Íslandsmeistarar í T2, opnum flokki.
Hrönn Kjartansdóttir og Sproti urðu Íslandsmeistarar í fimi ungmennaflokki.
Harpa Sigríður Bjarnadóttir og Sváfnir urðu Íslandsmeistar í fimi unglingaflokki.
Anton Hugi Kjartansson og Skíma urðu Íslandsmeistarar í tölti unglinga.
Þeir Harðarfélagar sem lentu í verðlaunasætum eru eftirfarandi:
4g unglinga: Harpa Sigríður 9.sæti.
4g ungmenna: Hinrik Ragnar 8.sæti
5g unglinga: Anna Bryndís 5.sæti, Anton Hugi 7.sæti, Harpa Sigríður 8.sæti.
5g ungmenna: Súsanna Katarína 5.sæti, Sandra Petursdottir Jonsson 6.sæti
Tölt unglinga: Anton Hugi 1.sæti, Hrafndís Katla og Anna Bryndís 5.-6.sæti.
Tölt ungmenna: Hinrik Ragnar 2.sæti, Hrönn 8.sæti og Sandra 10.sæti.
Reiðhöllin verður lokuð til 15.ágúst n.k. vegna framkvæmda og viðhalds. Við biðjum fólk að virða það.
Hægt verður að sækja jakkana og peysurnar milli 13 og 14 á morgun sunndag í reiðhöllinni.
posi á staðnum