Önnur umferð hjá Robba og Rúnu
- Nánar
- Skrifað þann Föstudagur, febrúar 28 2014 09:52
- Skrifað af Hans Orri Kristjánsson
Nú fer að hefjast önnur umferð námskeiða hjá Robba og Rúnu og því auglýsum við laus pláss í kennslu hjá báðum kennurum. Námskeiðin hjá Rúnu hefjast í næstu viku þannig að nú ríður á að viðhafa snör handtök. Kennslan hjá Robba byrjar svo í annarri viku í mars.
Reiðnámskeið með Rúnu Einarsdóttur
Námskeið sérsniðin að þörfum hvers og eins og hentar hestum og knöpum á öllum stigum reiðmennskunnar. Í boði eru einkatímar í 30 mínútur eða tveir nemendur saman í 60 mínútur.
Kennt í 5 skipti á miðvikudögum.
Kennsla hefst 5. mars nk.
Kennari verður Rúna Einarsdóttir.
Verð: 22.500 kr.
Paratímar / einkatímar hjá Róberti Pedersen
Námskeið sérsniðið að þörfum hvers og eins og hentar hestum og knöpum á öllum stigum reiðmennskunnar. Tveir nemendur saman í 60 mínútur.
Kennt í 6 skipti
Í boði eru tímar á fimmtudögum eða þriðjudögum.
Kennsla hefst 11. mars nk.
Kennari verður Róbert Pedersen.
Verð: 25.000 kr.
Gangsetning tryppa / framhald í tamningu
Námskeiðið er fyrir tryppi sem lokið hafa frumtamningu og eru komin á stig gangsetningar. Tveir nemendur saman í 60 mínútur.
Kennt í 6 skipti
Í boði eru tímar á fimmtudögum eða þriðjudögum.
Kennsla hefst 11. mars nk.
Kennari verður Róbert Pedersen.
Verð: 25.000 kr.
Skráning í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi):
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
1. Velja námskeið.
2. Velja hestamannafélag (Hörður).
3. Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inná www.hordur.is og sækja um aðild).
4. Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur).
5. Setja í körfu.
6. Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.