- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, mars 17 2014 19:20
-
Skrifað af stormotanefnd@hordur.is
Niðurstöður Bikarmót Harðar fór fram í síðustu viku og var þá keppt í fimmgangi. Hér fyrir neðan birtast niðurstöðurnar frá mótinu.
Unglingaflokkur
1. Arnar Máni Sigurjónsson - funi frá Hóli - 5,76
2. Linda Bjarnadóttir - Dimmalimm frá Kílhrauni - 4,48
3. Harpa Sigríður Bjarnad - Greipur frá Syðri-Völlum - 4,21
4. Aníta Rós Róbertsdóttir - Sörli frá Skriðu - 3,93
Ungmennaflokkur
1. Bjarki Freyr Arngr - Gýmir frá Syðri-Löngumýri - 6,05
2. Sandra Pétursdotter - Haukur frá Seljabrekku - 6,05
3. Súsanna Katarína - Óðinn frá Hvítárholti - 6,0
4. Annie Ivarsdottir - Ása frá Fremri-Gufudal - 5,67
5. Hafdís Arna Sigurðard - Gusa frá Laugardælum - 4,71
1. Flokkur
1. Aðalheiður Anna G. - Gletta frá Margrétarhofi - 6,62
2. Sigurður Sigurðarson - Freyþór frá Ásbrú - 6,5
3. Alexander Hrafnkelsson - Hrönn frá Neðra-Seli - 6,17
4. Sonja Noack - Bú-Álfur frá Vakurstöðum - 6,17
5. Alexandra M. Montan - Dimma frá Hvoli - 5,6
- Nánar
-
Skrifað þann Sunnudagur, mars 16 2014 20:26
-
Skrifað af Hans Orri Kristjánsson
Að þessu sinni auglýsum við námskeið í töltfimi. Á þessu námskeiði verða kenndar liðkandi og safnandi æfingar sem hjálpa knapanum að undirbúa hestinn sinn betur fyrir tölt. Mikil áhersla verður lögð á að hesturinn beiti sér rétt á feti svo að töltið geti orðið sem best. Ítarlega verður farið í gangskiptinguna; fet-tölt-fet og hægt tölt. Æfingar sem kennarinn mun m.a styðja sig við eru: Sniðgangur, krossgangur, framfótasnúningur og afturfótasnúningur
Kennt verður á fimmtudögum milli kl. 21 og 22.
Kennsla hefst næstkomandi fimmtudag, 20. mars.
Kennt í 5 skipti
Kennari verður Line Nørgaard
Verð 12.000 kr.
Skráning í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi):
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
1. Velja námskeið.
2. Velja hestamannafélag (Hörður).
3. Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inná www.hordur.is og sækja um aðild).
4. Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur).
5. Setja í körfu.
6. Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.
- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, mars 15 2014 10:46
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Vegna þessara stóru tímamóta í okkar lífi ætlum við mæðgur að halda uppá afmælið okkar í Reiðhöll Harðar laugardaginn 22.mars kl. 18. Okkur þætti frábært að sjá sem flesta og fagna með okkur fram á rauða nótt Lopapeysa og ullasokkar eru æskilegur klæðnaður!
Sjáumst hress og kát partýkveðjur, Lilla og Begga
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, mars 13 2014 15:45
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Höllin verður öll lokuð milli kl. 14.00 - 16.00 á laugardag og sunnudag n.k. vegna æfinga fyrir Hestafjör sýninguna sem haldin verður föstudaginn 21.mars n.k., en þangað er öllum grunnskólakrökkum í Mosfellsbæ ásamt foreldurm boðið.