- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, mars 25 2014 15:11
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Hestamannafélagið Hörður stóð fyrir glæsilegri sýningu í reiðhöll sinni að Varmárbökkum í Mosfellsbæ föstudaginn 21. mars sem, en líklega hafa aldrei mætt jafn margir í reiðhöllina og þetta kvöld eða um 800 manns. Sýningin var keyrð tvisvar um kvöldið, en á hana var boðið frítt öllum grunnskólanemum í Mosfellsbæ. Yngri nemendur mættu á fyrri sýninguna og þeir eldri á þá síðari.

Nánar...
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, mars 25 2014 15:01
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli Hestamannafélagsins Harðar og Securitas. Felur samningurinn í sér greiðslu á styrk til félagsins ásamt mikilli hagræðingu í rekstri á öryggiskerfinu frá Securitas í Harðarbóli og reiðhöllinni. Hestamannafélagið Hörður þakkar Securitas fyrir frábært samstarf á liðnum árum og vonast eftir enn betra samsatrfi í framtíðinni.

- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, mars 24 2014 12:31
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Nú er búið að loka á þá lykla að reiðhöllinni sem enn eru ógreiddir.
Þeir sem ekki hafa greitt félagsgjöldin og eru með lykla að reiðhöllinni, hafa þessa viku til að greiða félagsgjöldin, því 1.apríl verður lokað á eigendur þeirra lykla sem eiga ógreidd félagsgjöld.
Ef þið viljið semja um greiðslu á félagsgjöldunum og/eða lyklum getið þið sent tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringt í síma 8616691.
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, mars 24 2014 12:27
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Úrslit 2.vetrarmóts Harðar - Margrétarhofsmótsins
Nánar...