- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, maí 08 2014 17:51
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Vinningaskráin í Stóðhestahappdrættinu er stórglæsileg og enn gæti bæst við - dregið verður á næstunni - kynnum það hér fljótlega! Hægt er að nálgast miða hjá Berglindi í s:8996972 og Fríðu í s.6997230. Einnig fást miðarnir í öllum hestavöruverslunum landsins.
En hér má sjá listann eins og hann er núna:
Nánar...
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, maí 06 2014 15:34
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Eins og hefðin er á Landsmótsári, vinna 30 efstu töltarar landsins sér þátttökurétt í töltkeppni Landsmótsins. Spennan er mikil þegar kemur að því að fylgjast með listanum og nú eru íþróttamótin hafin og knapar farnir að keppa í tölti til að eiga möguleika á að tryggja sér þátttökurétt.
Nánar...
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, maí 06 2014 15:31
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Skráning er í fullum gangi í Þolreið Kríunnar þann 10 maí næstkomandi hjá Herði í síma 897 7643, miðað er við að skráningu verði lokið miðvikudaginn 7 maí. Áhugasömum er bent á að hámark á fjölda skráinga eru 20 keppendur og þeim sem eru lengra að komnir standa til boða hesthúspláss ef á þarf að halda. Minnum á glæsilega vinninga, aðalavinningur er flugfar út í heim með Flugleiðum en að auki gefa Fóðurblandan og Lögmenn á Suðurlandi fleiri verðlaun.
Nánar...
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, maí 06 2014 08:51
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Hestamannafélaginu Herði langar að þakka þeim fjölmörgu aðilum sem störfuðu hjá félaginu um helgina. Við héldum mjög stórt íþróttamót og voru margir sjálfboðaliðar sem störfuðu þar. Einnig tókum við á móti Fáki og var drekkhlaðið kaffihlaðborð þar sem margir sjálfboðaliðar komu einnig að og síðan veitingasala alla helgina í Harðarbóli. Því frábæra fólki sem starfar fyrir félagið verður seint nógu vel þakkað fyrir þeirra frábæra starf, en án ykkar væri þetta ekki hægt.
