- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, febrúar 03 2014 20:59
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Rétt er að benda hestamönnum á, að í 4.gr laga um umgengi á Harðarsvæðinu kemur fram að bannað er að hafa heyrúllur og fleira dót við hesthús á félagssvæðinu. Stjórn félagsins og Hesthúseigendafélagið hafa ekki fylgt þessari reglu eftir vegna breyttra aðstæðna í hesthúsum á félagssvæðinu.
Nú er svo komið að ástandið er algjörlega óviðunandi og eru lausir endar á heyböggum og rúllum fjúkandi í allar áttir og hafa hlotist slys af, bæði á fólki og hestum. Við skorum því á eigendur bagganna að laga enda og/eða setja net yfir svo allir geti verið sáttir. Ef ekki verður breyting á þessu, áskiljum við okkur rétt til að framfylgja þessum lögum.
Almenn umgengni.
4. gr.
Þeir, sem nota hesthús í hverfinu, skulu ganga vel um umhverfi sitt. Bannað
er að skilja eftir hvers konar rusl eða annað óviðkomandi utanhúss, s.s.
sagpoka,heyrúllur og rúllubaggaplast,timbur og verkfæri.
Í hverju hesthúsi skal vera viðurkennt sorpílát og skulu hesthúsaeigendur
kosta uppsetningu þess og tæmingu. Urðun úrgangsefna í hesthúsinu og öll
brennsla er bönnuð. Hættulegum úrgangi skal halda aðskildum frá öðrum
úrgangi og skila inn til mótökustöðva fyrir spilliefni.
Óheimilt er að geyma hey og spón utandyra á svæðinu, svo og að dreifa
spóni og heyi um svæðið.
Lausagangur hesta er bönnuð. Eigendur bera ábyrgð á leigjendum sínum
hvað varðar alla umgengni í hesthúsahverfinu.
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 30 2014 18:07
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Á morgun föstudaginn 31.janúar kl.19.00 verður sýnikennsla áumferðarreglum og fleiru sem hægt er að gera í reiðhöllum (á léttu nótunum). Það virðist vefjast fyrir ansi mörg hvaða reglur gilda í reiðhöllinni þegar fleiri en einn eru að nota reiðhöllina.
Því ætla reiðkennara á Harðarsvæðinu að vera með sýnikennslu í umferðarreglum í reiðhöllinni á Varmárbökkum. Húsið opnar kl.19.00 og sýningin kl.19.30. Hvetjum fólk til að koma úr hesthúsnum og kaupa sér kjötsúpu og fleiri veitingar. Einnig verða til sölu bönd og fleira til að nota fyrir reiðhallarlyklana.
Þulur á sýningunni verður hinn frábæri Eysteinn Leifsson og má því búast við skemmtilegri sýningu.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Reiðkennarar á Harðarsvæðinu.