Rekstrarstjóri í veikindafrí
- Nánar
- Skrifað þann Sunnudagur, desember 29 2013 15:23
- Skrifað af Ragna Rós
Ragna Rós er komin í veikindafrí. Jóna Dís formaður félagsins svarar í Harðarsímann 8528830 eða í síma 8616691.
Ragna Rós er komin í veikindafrí. Jóna Dís formaður félagsins svarar í Harðarsímann 8528830 eða í síma 8616691.
Nú er komið að hinni hefðbundnu gamlársdagsreið og ætla þau að taka á móti okkur heiðurshjónin Nonni og Haddý í Varmadal. Lagt verður af stað úr Naflanum kl.12.00.
Hestamannafélagið Hörður sendir öllum félögum sínum, velunnurum og fjölskyldum þeirra sínar bestu jóla og nýárskveðjur og þakkar ykkur fyrir frábært starf á árinu sem er að líða, með von um áframhaldandi gott starf á næsta ári.
Stærsta jólaball Mosfellsbæjar
Laugardaginn 28. desember kl. 15:00 stendur æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Harðar fyrir risa-jólaballi í reiðhöllinni. Verður gengið og riðið í kringum jólatréð á stærða „dansgólfi bæjarins“ eða 2.400fm. Þeir hestakrakkar sem eru með þæga og rólega hesta mega mæta með þá á jólaballið og láta teyma undir sér. Jólasveinar mæta á svæðið og gefa krökkum og hestum jólaglaðning. Allir Mosfellingar eru velkomnir að mæta.