- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, febrúar 12 2014 11:51
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Á mánudaginn lenti einn af reiðkennurum okkar í því óhappi að hestur sem hún var á fældist og datt hún af baki inni í reiðhöllinni. Hún fékk mikið höfuðhögg, m.a. rotaðist og fékk heilahristing og er hún mikið marin og með miklar bólgur á höfði. Hún var flutt á spítala með sjúkrabíl, en þess má geta hún er á batavegi.
Til allrar Guðslukku var hún með hjálm og þarf ekki að spyrja að leikslokum ef hún hefði ekki verið með hann. Hún hefur verið ötull talsmaður hjálmanotkunar og hvatt fólk sem ekki hefur verið með hjálm á útreiðum til að nota hjálm. Við viljum því hvetja ALLA sem stunda útreiðar að nota hjálma. Hestamannafélagið Hröður er fyrirmyndarfélag innan ÍSÍ og vill því vera í forystu varðandi hjálmanotkun.
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, febrúar 12 2014 00:13
-
Skrifað af Ragna Rós
Kæru félagsmenn. Uppselt er á árshátíð Harðar sem fram fer í Harðarbóli þann 22.febrúar. Þeir sem eiga pantaða miða þurfa að nálgast miðanna í Harðarbóli fimmtudaginn 13.febrúar frá kl:18:00-20:00 á sama tíma er hægt að greiða miða með símgreiðslu í síma 6992797 og 8663961, miðaverð er 6500 kr. Athugið ósóttir miðar verða seldir til þeirra sem komnir eru á biðlistann langa :)
Árshátíðarnefnd.
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, febrúar 11 2014 00:11
-
Skrifað af Æskulýðsnefnd Harðar
Breyting á dagskrá Æskulýðsnefndar (Hestafjör og vinadagur frestast um ca mánuð):
Feb:
- Laugardaginn 1. feb - Grímutölt
Mars:
- Mánudaginn 10. mars – Seinni hluti námskeiða byrjar
- Mánudaginn 17. mars - Kynning í skólum.
- Föstudaginn 21. mars – Hestafjör. 3 stuttar sýningar sama kvöld fyrir krakka í Mosfellsbæ: kl. 18 fyrir 6-10 ára, kl. 19 fyrir 11-14 ára, kl. 20 fyrir 14-16 ára).
- Sunnudaginn 23. mars - Reiðtúr
- Laugardaginn 29. mars - Fræðsluferð á Suðurland
Apríl:
- Föstudaginn 4. apríl - Vinadagur (krakkar í skólunum bjóða vinum með sér í hesthúsið og fjör í reiðhöllinni)
- Sunnudaginn 6. apríl - Æskan og hesturinn
- Sunnudaginn 13. apríl - Páskafitness
- Laugardaginn 19. apríl - Reiðtúr
- Miðvikudaginn 30. apríl - Bingó
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, febrúar 10 2014 23:06
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Fyrsta mót í bikarmótaröð Harðar verður haldið föstudaginn 14.febrúar næstkomandi í Harðarhöllinni. Fyrsta mótið er töltmót, en keppt verður einnig í fjórgangi og fimmgangi. Bikarmót Harðar er liður í LH-Móti. Efstu knapar vinna sér rétt til að keppa fyrir hönd Harðar í lokakeppni sem haldin verður 3-4. Apríl. Knapi er ekki skyldugur til að koma með sama hest í lokakeppnina. Skráning er hafin og lýkur á miðvikudaginn 12.febrúar kl.20. Skráningargjald er kr.2.000,-. Í unglinga- og ungmennaflokki verður keppt í T3 en í opnum flokki er keppt í T3, T7 og T1.
Tengill á sportfeng: http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add
Mótið er öllum opið.