Kennsla hjá Súsönnu fellur niður í dag.
- Nánar
- Skrifað þann Mánudagur, febrúar 17 2014 09:25
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Kennsla fellur niður hjá Súsönnu í dag, þar sem hún er enn að jafna sig eftir að hafa dottið af baki.
Kennsla fellur niður hjá Súsönnu í dag, þar sem hún er enn að jafna sig eftir að hafa dottið af baki.
Á mánudaginn lenti einn af reiðkennurum okkar í því óhappi að hestur sem hún var á fældist og datt hún af baki inni í reiðhöllinni. Hún fékk mikið höfuðhögg, m.a. rotaðist og fékk heilahristing og er hún mikið marin og með miklar bólgur á höfði. Hún var flutt á spítala með sjúkrabíl, en þess má geta hún er á batavegi.
Til allrar Guðslukku var hún með hjálm og þarf ekki að spyrja að leikslokum ef hún hefði ekki verið með hann. Hún hefur verið ötull talsmaður hjálmanotkunar og hvatt fólk sem ekki hefur verið með hjálm á útreiðum til að nota hjálm. Við viljum því hvetja ALLA sem stunda útreiðar að nota hjálma. Hestamannafélagið Hröður er fyrirmyndarfélag innan ÍSÍ og vill því vera í forystu varðandi hjálmanotkun.
Kæru félagsmenn. Uppselt er á árshátíð Harðar sem fram fer í Harðarbóli þann 22.febrúar. Þeir sem eiga pantaða miða þurfa að nálgast miðanna í Harðarbóli fimmtudaginn 13.febrúar frá kl:18:00-20:00 á sama tíma er hægt að greiða miða með símgreiðslu í síma 6992797 og 8663961, miðaverð er 6500 kr. Athugið ósóttir miðar verða seldir til þeirra sem komnir eru á biðlistann langa :)
Árshátíðarnefnd.