- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, febrúar 27 2014 17:16
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Vegna veðurfars undanfarinna vikna hefur verið mikil umferð manna og hesta í reiðhöllina hjá okkur í Herði og viljum við biðja fólk um að takamarka fjöldann í höllinni við 6 manns/hesta, þegar höllin er 1/2 (þá er verið að kenna í vestari enda hallarinnar). Þetta er gert til að forðast slys á mönnum/hestum. Fólk þarf kannski að bíða í nokkrar mínútur og getur fengið sér kaffi á meðan í Gummabúð.
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, febrúar 24 2014 23:14
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Þá er komið að öðru mótinu í mótaröð Harðar og er nú keppt í fjórgangi.
Mótið verður haldið föstudaginn 28.febrúar næstkomandi og hefst kl.18. Mótið er öllum opið!
Bikarmót Harðar er liður í LH-móti.
Efstu knapar vinna sér rétt til að keppa fyrir hönd Harðar í lokakeppni sem haldin verður 3-4. Apríl.
Knapi er ekki skyldugur til að koma með sama hest í lokakeppnina.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Unglingaflokkur - V2
Ungmennaflokkur - V2
Opinn flokkur:
- V1
- V2
Skráningargjald er 2000 kr
Skráning fer fram á Sportfeng og er hafin en henni lýkur fimmtudaginn 29.feb kl:20
Tengill á Sportfeng: http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, febrúar 21 2014 10:38
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Ef einhver á Harðarreiðjakka (grænn jakki) sem viðkomandi er hættur að nota og vill selja, er hægt að hafa samband í síma 8616691 eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við munum hafa samband. Tölvert er spurt um þessa jakka.
Senn líður að Landsmóti og þess vegna þurfum við Harðarfélagar að huga að félagsbúningi okkar. Ætlunin er að láta sauma grænu Harðarjakkana aftur eins og gert var fyrir nokkrum árum. Þeir sem vilja fá þannig jakka, hafi samband í síma 8616691 eða með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, febrúar 21 2014 09:28
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Hér fyrir neðan er samþykkt sem stjórn Harðar gerði vegna reiðhallarinnar 29.janúar 2013. Þar kemur jafnframt fram að greiða þarf fyrir það, þegar verið er með einkakennslu í höllinni. Mosfellsbær setti okkur þessi skilyrði og hækkuðu þar með styrkinn sem við fáum. Ekki má kenna í höllinni, nema að búið sé að bóka tímann og draga tjaldið fyrir. Gíróseðill er síðan sendur viðkomandi aðilum. Ekki er ætlast til þess að verið sé að kenna nema í öðrum helming hallarinnar og þá vestari helmingnum.
Ætlast er til þess að farið sé eftir þessum reglum.
Nánar...