- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 02 2013 10:39
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Hittumst í félagsheimilinu Harðarbóli laugardaginn 7. desember kl. 13:00 (ath breytt tímasetning, var áður auglýst kl. 11 og verður því ekki farið saman að sækja jólatréð. Það verður komið í reiðhöllina). Þar fáum við okkur heitt kakó og piparkökur, ásamt því að útbúa skraut á jólatré í reiðhöllinni og gera jólapakka fyrir hestana okkar, við ljúfa jólatónlist. Förum svo öll saman í reiðhöllina þar sem jólamarkaður Harðar verður í gangi og skreytum tréð. Áætlað er að vera búin um kl. 15:00.
Jólaball Harðar verður svo laugardaginn 28. desember kl. 15:00 í reiðhöllinni og verður þá gengið og riðið í kringum jólatréð (þeir sem eru með þæga og rólega hesta mega mæta með þá á jólaballið). Jólaballið nánar auglýst síðar.
Æskulýðsnefnd Harðar
Fylgist með okkur á Facebook: Æskulýðsstarf í Herði
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 02 2013 09:00
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Þeir sem keyptu Harðarsöguna í forsölu geta nálgast hana í Harðarbóli í dag mánudag og á miðvikudag frá kl.17.00 - 19.00. þeir sem ekki keyptu söguna í forsölu geta einnig komið og keypt bókina.
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 27 2013 22:41
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Hestamannafélagið Hörður/Fræðslunefn fatlaðara hlaut Múrbrjótinn en það er viðurkenning sem er veitt aðilum eða verkefni sem brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðra. Þessi viðurkenning er veitt af Landssamtökum Þroskahjálpar. Þann 3desember næstkomandi á Alþjóðadegi fatlaðra verður athöfn haldin á Grand Hótel kl 15 og munu nefndarmenn Fræðslunefndar taka á móti þessari viðurkenningu
Hestamannafélagið Hörður hefur verið að vinna gríðarlega gott starf en starfsemin byggist á sjálboðavinnu. Í dag eru 19 nemendur hjá þeim á 5 námskeiðum. Þau eru með fjóra hesta sem þau fá frá Hestamennt en Berglind hjá Hestamennt starfar hjá þeim sem reiðkennari (Eidfaxi).
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 27 2013 10:53
-
Skrifað af Ragna Rós
Kæri Harðarfélagi
Nú er Harðarbókin komin út og í tilefni af því langar okkur að bjóða þér í útgáfuhóf í Harðarból næstkomandi föstudag, 29.nóvember kl. 17.00. Þar verður bókin afhent þeim sem þegar hafa keypt eintak. Bókin verður einnig seld á staðnum fyrir þá sem vilja nýta sér hana sem jólagjöf. Diskur með gamalli kvikmynd frá frumdögum félagsins sem tekin var á Arnarhamri fylgir með bókinni.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Með bestu kveðju, útgáfunefndin