- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, október 04 2013 11:21
-
Skrifað af Ragna Rós
Harðarfélagar. Það er nýung hjá félaginu að senda fjölpóst til allra félagsmanna varðandi fréttir og hvað er að gerast í félaginu. Þeir sem ekki hafa fengið póst frá mér undanfarið þá er ekki skráð rétt email í félagatalinu eða þá að ekkert email er skráð. Endilega sendið mér tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þannig að það sé hægt að setja inn rétt email og allir verði uppfærðir um hvað sé á döfinni :)
Ragna Rós
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, október 04 2013 10:44
-
Skrifað af Ragna Rós
Opinn hugarflugsfundur Harðarmanna
Fimmtudaginn 10.október n.k. verður opinn „hugarflugsfundur“ í Harðarbóli með það að markmiði að gera gott félag betra og hvernig við getum best virkjað félagsmenn til góðra verka.
Dagskrá fundarins:
Kl. 18.30 Kjötsúpa í kroppinn til að koma hugarfluginu í gang
Kl. 19.00 Fundur hefst formlega með stuttri kynningu formanns
Kl. 19.15 Gögnum dreift til fundarmanna og skipt í vinnuhópa
Kl. 21.00 Vinnuhópar kynna niðurstöðu sína
Áætlað er að hugarflugsfundi ljúki um kl. 21.00
Við viljum hvetja alla félagsmenn að mæta og ræða vetrarstarfið og hafa áhrif á félagsstarfið sem og koma með góðar hugmyndir.
Til að vinnan á þessum hugarflugsfundi nýtist sem best er brýnt að sjálfboðaliðar nefnda félagsins mæti á fundinn.
Hlökkum til að sjá ykkur, jafnt unga sem aldna.
Stjórn Hestamannafélagsins Harðar.
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, október 04 2013 10:33
-
Skrifað af Ragna Rós
Heil og sæl
Nú hafa samningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög bæjarins verið undirritaðir og munu þeir fljótlega birtast á vef bæjarins.
Og nú höldum við ótrauð áfram eins og um hefur verið rætt.
Næst á dagskrá er að fylgja eftir markmiði íþrótta- og tómstundanefndar “1.3 þe. „Að stuðlað verði að framþróun íþrótta- og tómstundastarfs í bæjarfélaginu og aðstaða til iðkunar sé eins og best gerist. Forgangsröðun uppbyggingar mannvirkja verði unnin í samráði við íbúa, hagsmunaðila og íþrótta- og tómstundafélög bæjarins.”
Leiðin að því markmiði er að kalla saman alla þá sem að málaflokknum koma, hafa á honum áhuga og skoðun. Því er stefnan sett á samráðsfund þann 26. október. Megin verkefni fundarins verður það að vinna í sameiningu að því að greina og leggja mat á þarfir íþrótta- og tómstundafélaganna fyrir aðstöðu til lengri eða skemmri tíma.
Því biðjum við ykkur um að taka frá þennan dag og að undirbúa ykkar fólk, kynna fyrir því stefnu Íþrótta- og tómstundanefndar, nýundirritaðan samning og koma á fundinn undirbúin og jafnvel með ykkar óskir og tillögur um forgangsröðun uppbyggingar mannvirkja.
Fh. Íþrótta- og tómstundanefndar
Edda Davíðsdóttir
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, október 03 2013 18:27
-
Skrifað af Super User
Síðasta starfsár var afar vel heppnað hjá Brokk-kórnum og hápunkturinn var eflaust söngferð á Heimsleika íslenska hestsins í Berlín í ágúst 2013. Nú er nýtt starfsár hafið hjá kórnum og æfingar verða á þriðjudagskvöldum í Vatnsendaskóla frá kl. 20:00 - 22:00. Öllum söngelskum hestamönnum er velkomið að taka þátt í skemmtilegu og fjölbreyttu vetrarstarfi. Áhugasömum er bent á að setja sig í samband við formann kórsins, Sigurð Svavarsson This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða gsm 660-3197 til að fá nánari upplýsingar um fyrirkomulag, raddprófanir o.fl.
Brokkkórinn á lokadegi HM Berlín, 11. ágúst 2013