Góðar ábendingar og tilmæli frá LH varðandi reiðumferð í þéttbýli!
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 27 2013 10:21
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Landssamband hestamannafélaga Ferða- og samgöngunefnd.
Á laugardagskvöldið var nefndarkvöld hjá Hestamannafélaginu Herði. Þangað er boðið þeim nefndum sem starfa fyrir félagið á næsta starfsári ásamt þeim sjálfboðaliðum sem ekki eru í nefndum en hafa starfað sl. ár. Stjórn Harðar vill þakka þeim Harðarfélögum sem mættu á nefndarkvöldið og þáðu glæsilegar veitingar sem Hólmfríður Halldórsdóttir - Fríða okkar - töfraði fram ásamt fríðum flokki kvenna, þeim: Gunný, Maríu Elfars. Huldu Kolbeinsdóttur og Valgerði Jónu.
Stjórn Hestamannafélagsins Harðar.
Minni á að það er frumtamninganámskeið í höllinni (innri helming) í kvöld 25.nóv frá kl 17:30- 20:30. Morgun 26.nóv sami tími og á fimmtudaginn sami tími.
Fræðslunefnd.
Nú hitum við upp fyrir veturinn og skemmtum okkur saman í Keiluhöllinni í Egilshöll, þriðjudaginn 26. Nóvember. Frítt fyrir börn, unglinga og ungmenni í Herði. Athugið aldursskiptingu hér neðst.
Kynntar uppákomur fram að áramótum og leitað eftir krökkum í barna-, unglinga- og ungmennaráðin sem aðstoða/ráðleggja æskulýðsnefnd í skipulagningu viðburða í vetur fyrir þeirra aldurshóp.
Þeir sem ætla að mæta verða að skrá sig á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir hádegi á mánudaginn 25. nóv
Hlökkum til að sjá ykkur J
Aldursskipting:
Polla og barnaflokkur (fædd 2001 eða síðar) kl. 18:00 – 19:00
Unglingaflokkur (fædd 1997 – 2000) kl. 19:00 – 20:00
Ungmennaflokkur (fædd 1993 – 1996) kl. 20:00 – 21:00