- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 08 2014 17:58
-
Skrifað af Super User
Námskeið fræðslunefndar 2025
Öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og tímasetningu og jafnframt með fyrirvara um innsláttarvillur í auglýsingatexta.
TAKMARKAÐ PLÁSS Á FLEST NÁMSKEIÐ!
Vinna við hendi
Farið verður í gegnum nokkrar mismunandi útfærslur af vinnu við hendi. Vinna við hendi styrkir samband knapa og hests, eykur fjölbreytni í þjálfun, er liðkandi (fyrir bæði mann og hest) æfir stjórnun og samhæfingu og svo mætti lengi telja. Vinna við hendi er líka frábær undirbúningur fyrir það sem koma skal á baki.
Námskeiðið er sex skipti og hver tími er 45 mínútur.
Kennt aðra hverja viku á fimmtudögum í Blíðubakka höllinni og hefst 16.janúar.
Kennari verður Ingunn Birna Ingólfsdóttir en hún er útskrifaður þjálfari og reiðkennari frá Hólum og að auki með áralanga reynslu af tamningum og þjálfun.
Verð: 22.000kr
Leiðtogafærni og samspil
Frábært námskeið til að auka fjölbreytni í þjálfun og ná meiri tengslum við hestinn sinn í gegnum alls konar leiki og kúnstir!
Á þessu námskeiði er farið í ýmiskonar leiðtoga æfingar með hestinn. Nemendur læra að bera sig rétt og staðsetja sig. Læra að lesa í atferli hestsins og líkamsstöðu. Fá virðingu og fanga athygli hans. Fá hestinn rólegan, færanlegan og samstarfsfúsann. Unnið er með hestinn í hendi við snúrumúl og langan vað. Unnið er út frá hugmyndafræði Pat Parelli og Monty Roberts.
Námskeiðið er sex skipti (6 vikur) og möguleiki er á framhaldi ef áhugi er fyrir. Kennt er á þriðjudögum og kennsla hefst 21.janúar. Öll kennsla í stóru höll. Takmörkuð pláss í boði svo um að gera að vera fljótur að skrá sig!
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Verð yngri flokkar (21 og undir): 11.500
Verð fullorðnir: 16.500
Verklegt Knapamerki veturinn 2025
Skráning er hafin í verklega hluta Knapamerkjanna! Knapamerkin eru frábær grunnur fyrir alla hestamenn hvort sem stefnan er að stunda hana til frístunda eða keppnisíþrótt. Farið er stig af stigi í gegnum grundvallar atriði sem varða þjálfun og umhirðu hesta.
Námskeiðin enda á verklegu prófi og er kennt bæði í Stóru höllinni og Blíðubakkahöll. Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við yfirreiðkennara á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða senda skilaboð á Thelmu Rut.
Knapamerki 1
Knapamerki 1 er fyrsta stigið þar sem knapi á í lok námskeiðs að hafa náð valdi á eftirfarandi atriðum:
- Að undirbúa hest rétt fyrir reið
- Geti teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti
- Geti farið á og af baki beggja megin
- Kunni rétt taumhald og að stytta rétt í taumi
- Geti setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki
- Geti framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara
- Geti skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi ásetu)
- Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum
Námskeiðið er tólf skipti, kennt á miðvikudögum og hefst 22.janúar.
Verð fullorðnir: 47.000kr
Verð yngri flokkar (til og með 21 árs): 36.500
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Knapamerki 2
Á öðru stigi knapamerkjanna á nemandi í lok námskeiðsins að hafa náð valdi á eftirfarandi atriðum:
- Geta látið hestinn kyssa ístöð á baki og við hönd, til beggja hliða
- Riðið einfaldar gangskiptingar
- Riðið helstu reiðleiðir á reiðvelli
- Geta riðið í hlutlausri lóðréttri ásetu, hálfléttri og stígandi ásetu
- Hafa gott jafnvægi á baki hestsins og nota rétt taumhald
- Látið hestinn stoppa, standa kyrran og ganga aftur af stað
- Geta riðið á slökum taum
- Sýna það í reiðmennsku og umgengni við hestinn að hann hafi tileinkað sér rétt viðhorf til hans
- Geta riðið hesti á víðavangi, haft góða stjórn og gætt fyllsta öryggis
Námskeiðið er tólf skipti, kennt á mánudögum og hefst 13.janúar
Verð fullorðnir: 47.000kr
Verð yngri flokkar: 36.500kr
Kennari: Sonja Noack
Knapamerki 3
Á þriðja stigi knapamerkjanna á nemandi í lok námskeiðs að hafa náð valdi á eftirfarandi atriðum:
- Að láta hestinn víkja um fram og afturhluta
- Knapinn hafi vald á lóðréttri ásetu, stígandi ásetu og hálfléttri ásetu
- Knapinn geti riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni
- Knapinn geti riðið við slakan taum og langan taum
- Knapinn geti látið hestinn fara krossgang áfram og til hliðar á sama tíma
- Knapinn hafi gott vald á að nota reiðvöllinn rétt
- Knapinn hafi tileinkað sér rétt viðhorf gagnvart hestinum bæði í reiðmennsku og umgengni
- Knapinn geti látið hestinn fara rétt yfir slár og stökkva yfir litla hindrun
Námskeiðið er átján skipti, kennt á þriðjudögum og hefst 21.janúar. Einnig verða einhverjir tímar á föstudögum í samráðivið kennara og nemendur.
Verð fullorðnir: 68.250kr
Verð yngri flokkar: 52.500kr
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Knapamerki 4
Á fjórða stigi knapamerkjanna á nemandi í lok námskeiðs að hafa náð tökum á eftirfarandi atriðum:
- Mjög gott vald á lóðréttri og stígandi ásetu og gott jafnvægi á baki hestsins
- Hafa nákvæmt og næmt taumhald
- Geta riðið réttan krossgang til beggja hliða í góðu jafnvægi
- Hafa gott vald á baugavinnu og reiðleiðum á vellinum á feti, tölti/brokki og stökki
- Geta riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni
- Geta látið hestinn stöðva, bíða eftir ábendingu frá knapanum og fara rétt af stað í góðu jafnvægi
- Hestur og knapi séu spennulausir, í andlegu og líkamlegu jafnvægi
Námskeiðið er átján skipti, kennt á miðvikudögum og hefst 22.janúar. Einnig verða einhverjir tímar á föstudögum í samráðivið kennara og nemendur.
Verð fullorðnir: 68.250kr
Verð yngri flokkar: 52.500kr
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Knapamerki 5
Endilega þeir sem hafa áhuga á að taka Knapamerki 5 að hafa samband við yfirreiðkennara á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Einkatímapakki með kennara af eigin vali í Blíðubakkahöllinni
Thelma Rut Davíðsdóttir
Ingunn Birna Ingólfsdóttir
Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Sonja Noack
Námskeið sérsniðað á hvern og eitt nemandi.
5x30min einkatímar - dagsetningar og tímasetingar eftir samkomulag enn aðallega eru lausar tíma fyrr á daginn – litill laus í reiðhöllinni um kvöldið nema fimmtudaga. Endilega hafið samband í gegnum This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við tökum stöðuna.
Skráning í gegnumThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Skráning á flest námskeið fara fram í gegnum Sportabler
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur
Helgarnámskeið 2025
22.-23. febrúar Knapaþjálfun með Bergrúnu Ingólfsdóttir
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 07 2014 19:06
-
Skrifað af Hans Orri Kristjánsson
Í vetur verður á ný boðið upp á knapamerkjanámskeið fyrir fullorðna í Herði. Kennt verður á öllum stigum ef næg þátttaka næst, 1 og 2 saman og svo 3 og 4. Við byrjum veturinn á að bjóða upp á stöðupróf fyrir stig 1 og 2.
Stöðuprófið er bæði skriflegt og verklegt. Nemendur koma með eigin hest. Skráning og nánari upplýsingar um stöðuprófið eru hjá Oddrúnu í síma 849-8088 og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig má finna upplýsingar um knapamerkin og æfingapróf á knapamerki.is. Kostnaður við prófið er 8000 kr. en tímasetning verður auglýst þegar skráning liggur fyrir.
Kennari knapamerkjanna í ár verður Oddrún Ýr Sigurðardóttir. Oddrún ætti að vera flestum Harðarmönnum kunn. Hún hefur meðal annars sinnt reiðkennslu á síðustu 10 árum bæði á vegum félagsins og víðar auk þess að dæma knapamerkjarpróf. Oddrún útskrifaðist frá Hólaskóla árið 2003.
Stefnt er að því að kennsla á knapamerkjum hefjist mánudaginn 20. janúar. Námskeiðskostnaður er svohljóðandi og miðast við u.þ.b. 16 kennslustundir.
Knapamerki 1 og 2: 30.000 kr.
Knapamerki 3: 35.000 kr.
Knapamerki 4: 43.000 kr.
Skráning skal eiga sér stað í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi):
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
1. Velja námskeið.
2. Velja hestamannafélag (Hörður).
3. Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inná www.hordur.is og sækja um aðild).
4. Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur).
5. Setja í körfu.
6. Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.
Fleiri námskeið á vegum félagsins verða kynnt á næstu dögum hér á síðunni, meðal annars almennt keppnisnámskeið, aftur á bak, vinna í hendi og fleiri spennandi námskeið.