- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, október 28 2013 17:08
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Nú ættu allir félagsmenn Hestamannafélagsins Harðar að vera búnir að fá fundarboð vegna aðalfundarins sem haldinn verður 7.nóvember nk. í Harðarbóli.
Fundurinn hefst kl.20.00
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórn Hestamannafélagsins Harðar.
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, október 22 2013 12:05
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Hér fyrir neðan eru þær umræður sem spunnust á fundinum og verður reynt að vinna sem mest úr þeim í nefndum félagsins. Það er margt á döfinni í félaginu og nefndir eru að undirbúa starfið fyrir komandi vetur og nokkuð af þeim tillögum sem hér eru nefdar, eru þegar komnar á dagskrá.
Nánar...
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, október 11 2013 13:58
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Kæru Harðarfélagar.
Stjórn Harðar langar að þakka þeim félögum sem mættu á hugarflugsfundinn í gærkvöldi fyrir komuna. Á fundinum var boðið uppá kjötsúpu og síðan skipti fólk sér í hópa og vann að ákveðnu málefni er varðar félagið. Eftir hópavinnuna flutti hver hópstjóri tillögur hópsins og síðan spunnust líflegar umræður. Tillögurnar sem fram komu verða birtar á heimasíðunni í næstu viku.
Stjórn Hestamannafélagsins Harðar.
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, október 10 2013 22:23
-
Skrifað af Ragna Rós
Hrossakjötsveisla 8villtra
Þann 26. Okt verður hin margrómaða hrossakjötsveisla 8villtra athugið með pínu lambakjötsívafi
Harðarból opnar kl 19:00. Byrjum á FORDRYKK í boði 8villtra
Kæru félagar matseðillinn hljóðar svona..
Nánar...