- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, apríl 18 2013 17:38
-
Skrifað af Super User
Nú er komið að loka - og úrslitakvöldinu á Spurningakeppni hestamannafélaganna "Stable-quiz" en Fimmtudaginn 18.apríl mætast Fákur og Hörður og keppa um farandbikarinn fína.
Spáð er harðri og skemmtilegri keppni en í liðunum er fólk sem eru nánast nördar þegar að kemur að ættfræði hrossa og árangri hesta í brautinni í gegnum tíðina, einnig eru í liðunum fólk sem að veit ýmislegt um allskonar hluti sem eru mjög sértækir og sérstakir svo ekki sé nú meira sagt!
Húsið opnar kl 20:30 og keppnin hefst kl 21:00.
Komdu og skemmtu þér með okkur og styrktu stækkunarsjóð Harðarbóls um leið.
sjáumst Nefndin
Keppnin er styrkt af Líflandi, Prjónastofunni Kidka, Ullmax, Ástund og Á Fáksspori.
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, apríl 18 2013 12:45
-
Skrifað af Magnús Ingi Másson

Opna Hrímnismót Harðar ( 3 vetrarmót )
verður haldið laugardaginn 20 apríl kl 12.00. Mótið verður haldið úti nema að polla flokkarnir verða inn. Skráning verður í reiðhöllinn frá kl 11.00 – 12.00.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum :
Pollar teymdir
Pollar ríða einir
Börn
Unglingar
Ungmenni
Nýliðar ( alveg óreynt keppnisfólk )
Konur 2
Konur 1
Karlar 2
Karlar 1
Opin flokkur
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 17 2013 08:54
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Eitthvað hefur boríð á því að fólk hafi lent í vændræðum með að sækja um beit hjá Hestamannafélaginu og því var ákveðið að framlengja umsóknartímann til 20.apríl. Ef þið lendið áfram í vandræðum er hægt að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 16 2013 08:38
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Mikið hefur borið á því að fólk skilji eftir sig tómar dollur og flöskur á áningastöðum og á reiðstígum í Mosfellsdalnum eftir helgar. Það er algjörlega óásættanlegt að fullorðið fólk ætlist til að aðrir taki til eftir það og því er ætlast til að fólk skilji ekkert eftir sig á áningastöðum eða á reiðstígum.