Félagsmenn athugið
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, september 19 2013 08:50
- Skrifað af Ragna Rós
Góðan daginn.
Urðaköttur ehf, staðsett á Syðra-Skörðugili í Skagafirði, er fyrirtæki sem á og rekur minkabú. Um 12 tonn af minkafitu falla til við vinnslu minkaskinna árlega og fram til þessa hefur minkafitunni verið fargað með tilheyrandi kostnaði og umhverfisálagi. Á Syðra-Skörðugili hefur einnig verið stunduð hrossarækt, tamningar og þjálfun hesta um áratuga skeið. Ábúendur á Syðra-Skörðugili ákváðu að samtvinna þekkingu sína í þessum tveimur búgreinum og þróa smyrsl úr minkafitu til meðhöndlunar á útbrotum og smásárum á hrossum, t.d. múkki, og einnig leðurfeiti til að setja á reiðtygi.
Markaðskönnun þessi var búin til til þess að átta sig betur á neytendavenjum hestamanna og þörfum. Biðjum við ykkur um að gefa ykkur nokkrar mínútur til þess að svara könnuninni.
Jæja þá er komið að því að senda inn árangur ársins. Það er mikilvægt að þið gerið það annars eruð þið ekki með gullin mín í keppninni um besta og efnilegasta knapa ársins í hverjum flokki :-) Vinsamlegast sendið inn árangur ykkar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 25. sept 2013. Uppskeruhátíðin okkar verður svo í Harðarbóli fimmtudaginn 3. okt og vonumst við til að sjá sem flesta Harðarkrakka með foreldrum sínum :-)
Með bestu kveðju Æskulýðsnefnd Harðar
Hestamannafélagið Hörður og Róbert Petersen reiðkennari verða með frumtamninganámskeið sem hefst mánudaginn 4. nóvember nk. Hver þátttakandi kemur með sitt tryppi og farið verður í gegnum helstu þætti frumtamningar s.s: Atferli hestsins, leiðtogahlutverk, fortamningu á tryppi, undirbúning fyrir frumtamningu og frumtamningu.
Námskeiðið spannar fjórar vikur og verður á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum.
Verð 35.000.- Kennt verður fyrstu tímana á fóðurgangi í hesthúsinu hjá Katrínu Sif, síðan í reiðhöll Harðar. Fjórir verða í hverjum hópi en hámarksfjöldi eru 12 manns. Bóklegir tímar verða sameiginlegir. Nemendur fylgjast með hvor öðrum og læra þannig á mismunandi hestgerðir og mismunandi aðferðir við for og frumtamningu. Námskeiðið endar á reiðtúr.
Harðarfélagar ganga fyrir en námskeiðið er öllum opið.
Skráning er hafin hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Námskeiðið þarf að greiða að fullu eigi síðar en viku fyrir fyrsta kennslutímann, sendið kvittunina fyrir greiðsluni á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Skráningu lýkur 20. September.
Félagið áskilur sér rétt til að fella niður námskeiðið fáist ekki næg skráning.
Fræðslunefnd Harðar.