- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, september 03 2013 09:43
-
Skrifað af Ragna Rós
Hvernig náum við meiri árangri? Fagráð í hrossarækt og Landbúnaðarháskóli Íslands boða til málþings um kynbótakerfið í hrossarækt föstudaginn 6. september kl. 13:00 – 18:00 í Ásgarði á Hvanneyri. Dagskrá samanstendur af nokkrum inngangserindum um ýmsar hliðar kerfisins en síðan taka við opnar umræður og hópavinna með þátttöku málþingsgesta.
Nánar...
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, ágúst 27 2013 11:39
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Framkvæmdir eru að hefjast við Tunguveg í Mosfellsbæ. Verktaki er Ístak ehf og munu þeir setja upp vinnuaðstöðu neðan Kvíslartungu. Áætlað er að jarðvinna byrji frá Kvíslartungu og verður því vörubílaumferð um svæðið. Framkvæmdin fellst í eftirfarandi:
Verkið felst í því að leggja nýjan Tunguveg frá Skeiðholti að Kvíslartungu alls um 1.0 km. Tunguvegur verður 7 m breiður með 6 m breiða akbraut, en samhliða honum á að leggja 3 m breiðan hjóla og göngustíg meirihluta leiðarinnar. Undir Skeiðholtið á að byggja 4 m breið undirgöng fyrir gangandi og hjólandi umferð. Á gatnamótum Skeiðholts, Skólabrautar og Tunguvegar á að gera hringtorg sem liggur nokkru hærra en núverandi gatnamót. Það þarf því að aðlaga Skeiðholt og Skólabraut að hringtorginu. Á Varmá á að byggja 10 m langa brú og á Köldukvísl á að byggja 16 m langa brú. Undir brúnum er gert ráð fyrir reiðstíg.
Gert er ráð fyrir að heildarverklok framkvæmdarinnar verði 1. Júlí 2014 en brúarsmíði og jarðvinna við Tunguveg verði lokið um áramót 2013/2014
f.h Mosfellsbæjar f.h Ístaks
Þorsteinn Sigvaldason Björn Ástmarsson
Gsm 6936703 Gsm 8402786
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, júlí 25 2013 20:52
-
Skrifað af Super User
Það gekk aldeilis vel hjá mörgum af okkar krökkurm um helgina...
Magnús Þór var annar í tölti barna, Súsanna Katarína Guðmundsdóttir var 6 í fimmgangi, Harpa Sigríður var Íslandsmeistaratitill í fimi eins og í fyrra, 6. í fjórgangi og 7. í tölti, María Gyða Pétursdóttir var 7. í tölti. Hrönn var fjórða í fimi. Innilega til hamingju krakkar.
Æskulýðsnefndin
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, júlí 10 2013 06:27
-
Skrifað af Super User
Sæl verið þið kæri æskulýður
Þeir krakkar sem ætla að keppa á Íslandsmóti á Akureyri geta sótt um ferðastyrk upp á 15 þús. hjá Æskulýðnsefnd Harðar.
Þær upplýsingar þurfa að koma til okkar eru: hvaða grein/greinum viðkomandi ætlar að keppa í, og svo þarf að senda okkur banka upplýsngar svo við getum lagt inn, ásamt greiðslukvittun af skráningargjaldi.
Sendið upplýsingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Með kveðju
Æskulýðsnefnd Harðar