Vinnudagur LH á Skógarhólum 23.maí n.k.
- Nánar
- Skrifað þann Þriðjudagur, maí 21 2013 09:33
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Nú nálgast sumarið og allt sem því tilheyrir. Skógarhólar opna nú fljótlega og fyrirhugað er að halda vinnudag í vikunni þar sem stjórn og starfsfólk LH ætlar að koma saman og koma aðstöðunni í stand fyrir sumarið. Við ætlum að hittast um hádegisbil fimmtudaginn 23.maí og enda svo daginn á því að grilla saman eftir gott dagsverk. Ef Harðarfélagar hafa áhuga á því að koma á Skógarhóla og taka til hendinni eru þeir velkomnir.